Almennar fréttir
Sálræn einkenni við náttúruvá
02. mars 2021
Í jarðskjálftahrinu eins og nú gengur yfir Reykjanes og hefur áhrif víða á suðvesturhorni landsins er ekki óeðlilegt að finna fyrir sálrænum einkennum. Það er óþægilegt að finna fyrir vanmætti sínum gagnvart náttúrunni og efast um öryggi sitt.
\r\nHér eru nokkrir punktar til þess að huga að líðan þinni.
Í jarðskjálftahrinu eins og nú gengur yfir Reykjanes og hefur áhrif víða á suðvesturhorni landsins er ekki óeðlilegt að finna fyrir sálrænum einkennum. Það er óþægilegt að finna fyrir vanmætti sínum gagnvart náttúrunni og efast um öryggi sitt.
Hér eru nokkrir punktar til þess að huga að líðan þinni.
Þegar þú upplifir náttúruhamfarir gætirðu:
- fundist þú líkamlega og andlega örmagna
- átt erfitt með að taka ákvarðanir eða einbeita þér
- orðið auðveldlega pirruð/pirraður eða uppstökk/uppstökkur
- rifist meira við fjölskyldu og vini
- fundið fyrir þreytu, sorg, dofa, einmanaleika eða haft áhyggjur
- fundið fyrir breytingum á matarlyst eða svefnmynstri
Flest þessara viðbragða eru tímabundin og munu hverfa með tímanum. Reyndu að sættast við þær tilfinningar sem þú finnur fyrir.
Það sem þú getur gert:
- Reyndu að hafa stjórn á því sem möguleiki er að stjórna t.d. varðandi forvarnir og undirbúning
- Hugaðu að örygginu á heimilinu. Þarf að festa einhver húsgögn eða taka þunga hluti af hillum?
- Borðaðu hollt.
- Hvíldu þig.
- Vertu í sambandi við fjölskyldu og vini. Að veita og fá stuðning er það mikilvægasta sem þú getur gert.
- Vertu þolinmóð/ur við sjálfa/n þig og þau sem eru í kringum þig. Jarðhræringar sem þessar hafa mismikil áhrif á fólk en mörg gætu þurft smá tíma til að koma tilfinningum sínum í orð og ná tökum á hugsunum sínum.
- Forgangsraðaðu. Takstu á við verkefni í litlum skrefum.
- Reyndu að hugsa jákvætt.
Merki um að þú þurfir aukna aðstoð:
Mörgum líður venjulega betur eftir nokkra daga. Aðrir finna að streitan hverfur ekki eins hratt og þau vilja og það hefur áhrif á samskipti við fjölskyldu, vini og aðra. Ef þú eða ástvinur upplifir einhverjar af þeim tilfinningum og viðbrögðum sem talin eru upp hér að neðan yfir langan tíma (nokkrar vikur) getur það verið merki um að gott væri að leita frekari aðstoðar:
- Grátköst eða reiðiköst
- Breytt matarlyst
- Svefnörðugleikar
- Að missa áhuga á hlutunum
- Aukin líkamleg einkenni eins og höfuðverkur eða magaverkur
- Mikil þreyta
- Sektarkennd, tilfinning um að vera hjálparvana eða vonlaus
- Forðast fjölskyldu og vini
BÖRN OG NÁTTÚRUVÁ
Börn upplifa erfið atvik á annan hátt en fullorðnir. Að upplifa náttúruvá getur orðið til þess að börn verða hrædd, ringluð og óörugg, sérstaklega ef þessi reynsla er ekki þeirra fyrsta.
Börn geta ekki alltaf talað um áhyggjur sínar og birtast þær því stundum í hegðun barns. Sum bregðast strax við; önnur geta sýnt áhyggjur vikum eða mánuðum síðar. Það getur hjálpað foreldrum að þekkja merkin og bregðast við í samræmi við það.
- Þau geta verið æstari eða sýnt aðra breytingu á hegðun
- Þau geta verið hændari að okkur, verið viðkvæm eða grátið oft
- Þau gætu þurft meiri athygli eða hughreystingu frá fullorðnum sem þau treysta, mikilvægt er að fullorðnir reyni að sýna stillingu, börn fylgjast með viðbrögðum þeirra álykta hættu úfrá því.
Hér eru nokkur ráð hvernig hægt er að tala við börn:
- Veita börnum tækifæri til að tala
- Leyfðu börnunum að ræða ótta sinn og áhyggjur
- Spurðu þau hvað þau vilji vita
- Ekki vera hrædd/ur við að viðurkenna að þú hafir ekki öll svörin
- Svaraðu spurningum sem henta aldri þeirra og af heiðarleika
Minnum okkur og þau á að landið okkar býr yfir þessum mikla krafti, oftast er ekki mikil hætta á ferð og við lærum inn á viðbrögð og bjargir saman.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.