Almennar fréttir
Samstarf Listasafn Íslands og Rauða krossins
24. maí 2022
Í byrjun maí skrifuðu Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands og Kristín S. Hjálmtýsdóttir undir samstarfsyfirlýsingu í Listasafni Íslands, Safnahúsinu.
Í samstarfinu fellst að safnið veiti öllum hópum á vegum Rauða krossins aðgang að sýningum safnsins og menningararfi þjóðarinnar á opnunartíma safnsins.
Þá er krakkakaúbburinn Krummi einnig starfandi á safninu þar sem börnum og fjölskyldum þeirra er boðið til þátttöku í listasmiðjum tvisvar í mánuði sér að kostnaðarlausu. Með þessari samstarfsyfirlýsingu vill Listasafn Íslands hvetja önnur söfn og menningarstofnanir til þess að gera slíkt hið sama og opna dyr sínar fyrir hópum á vegum Rauða krossins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.