Almennar fréttir
Samstarf Listasafn Íslands og Rauða krossins
24. maí 2022
Í byrjun maí skrifuðu Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands og Kristín S. Hjálmtýsdóttir undir samstarfsyfirlýsingu í Listasafni Íslands, Safnahúsinu.
Í samstarfinu fellst að safnið veiti öllum hópum á vegum Rauða krossins aðgang að sýningum safnsins og menningararfi þjóðarinnar á opnunartíma safnsins.
Þá er krakkakaúbburinn Krummi einnig starfandi á safninu þar sem börnum og fjölskyldum þeirra er boðið til þátttöku í listasmiðjum tvisvar í mánuði sér að kostnaðarlausu. Með þessari samstarfsyfirlýsingu vill Listasafn Íslands hvetja önnur söfn og menningarstofnanir til þess að gera slíkt hið sama og opna dyr sínar fyrir hópum á vegum Rauða krossins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.