Almennar fréttir
Samstarf Listasafn Íslands og Rauða krossins
24. maí 2022
Í byrjun maí skrifuðu Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands og Kristín S. Hjálmtýsdóttir undir samstarfsyfirlýsingu í Listasafni Íslands, Safnahúsinu.
Í samstarfinu fellst að safnið veiti öllum hópum á vegum Rauða krossins aðgang að sýningum safnsins og menningararfi þjóðarinnar á opnunartíma safnsins.
Þá er krakkakaúbburinn Krummi einnig starfandi á safninu þar sem börnum og fjölskyldum þeirra er boðið til þátttöku í listasmiðjum tvisvar í mánuði sér að kostnaðarlausu. Með þessari samstarfsyfirlýsingu vill Listasafn Íslands hvetja önnur söfn og menningarstofnanir til þess að gera slíkt hið sama og opna dyr sínar fyrir hópum á vegum Rauða krossins.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.