Almennar fréttir
Samstarfssamningur við Marel
20. desember 2019
Rauði krossinn og Marel hafa gert með sér fjögurra ára samstarfssamning.
Samstarf um bætt aðgengi að vatni og hreinlæti Rauði krossinn og Marel hafa undirritað samning til fjögurra ára til styrktar One WASH verkefnisins í Malaví. One WASH er langtíma verkefni og heildstæð nálgun til þess að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, hreinlæti og næringu á svæðum þar sem kólerufaraldur er útbreiddur. Umfang samningsins nær yfir bætan viðbúnað, skimun og viðbrögð við kólerufaraldri í Malaví þar sem um 18.6 milljónir manns búa. Rannsóknir og verkefni á borð við One WASH sem stuðla að bættri notkun og meðhöndlun vatns, fæðu og næringarefna eru til hagbóta fyrir nærsamfélag og mikilvæg starfssemi Marel þar sem hreint vatn er lykilhráefnið við matvælavinnslu. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem verkefnið nær til eru nr. 2 um ekkert hungur, nr. 9 um nýsköpun og uppbyggingu og nr. 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu. \"Hreint vatn er lykillinn að heilbrigði. Samstarfssamningurinn gerir Rauða krossinum kleift að tryggja aðgengi að hreinu vatni, m.a. með því að byggja vatnsbrunna og það er ómetanlegt að geta verið í langtímaverkefni sem þessu þar sem við getum gert áætlanir til lengri tíma um aðgerðir. Við erum Marel afskaplega þakklát fyrir stuðninginn\" sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins við undirritunina. |
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólk á Gaza sárbiður um hjálp
Alþjóðastarf 19. maí 2025Aukinn þungi hefur færst í hernaðaraðgerðir á Gaza síðustu daga og hundruð almennra borgara, sem skulu njóta verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, verið drepin. „Mannúðaraðstoð má aldrei nota í pólitískum eða hernaðarlegum tilgangi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

„Við verðum að brýna raustina“
Almennar fréttir 13. maí 2025„Á tímum sem þessum getum við ekki staðið þögul hjá,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi. „Við verðum að brýna raustina og láta í okkur heyra, hvar sem færi gefst.“

Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.