Almennar fréttir
Samstarfssamningur við Marel
20. desember 2019
Rauði krossinn og Marel hafa gert með sér fjögurra ára samstarfssamning.
Samstarf um bætt aðgengi að vatni og hreinlæti Rauði krossinn og Marel hafa undirritað samning til fjögurra ára til styrktar One WASH verkefnisins í Malaví. One WASH er langtíma verkefni og heildstæð nálgun til þess að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, hreinlæti og næringu á svæðum þar sem kólerufaraldur er útbreiddur. Umfang samningsins nær yfir bætan viðbúnað, skimun og viðbrögð við kólerufaraldri í Malaví þar sem um 18.6 milljónir manns búa. Rannsóknir og verkefni á borð við One WASH sem stuðla að bættri notkun og meðhöndlun vatns, fæðu og næringarefna eru til hagbóta fyrir nærsamfélag og mikilvæg starfssemi Marel þar sem hreint vatn er lykilhráefnið við matvælavinnslu. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem verkefnið nær til eru nr. 2 um ekkert hungur, nr. 9 um nýsköpun og uppbyggingu og nr. 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu. \"Hreint vatn er lykillinn að heilbrigði. Samstarfssamningurinn gerir Rauða krossinum kleift að tryggja aðgengi að hreinu vatni, m.a. með því að byggja vatnsbrunna og það er ómetanlegt að geta verið í langtímaverkefni sem þessu þar sem við getum gert áætlanir til lengri tíma um aðgerðir. Við erum Marel afskaplega þakklát fyrir stuðninginn\" sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins við undirritunina. |
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.