Almennar fréttir
Samstarfssamningur við Marel
20. desember 2019
Rauði krossinn og Marel hafa gert með sér fjögurra ára samstarfssamning.
Samstarf um bætt aðgengi að vatni og hreinlæti Rauði krossinn og Marel hafa undirritað samning til fjögurra ára til styrktar One WASH verkefnisins í Malaví. One WASH er langtíma verkefni og heildstæð nálgun til þess að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, hreinlæti og næringu á svæðum þar sem kólerufaraldur er útbreiddur. Umfang samningsins nær yfir bætan viðbúnað, skimun og viðbrögð við kólerufaraldri í Malaví þar sem um 18.6 milljónir manns búa. Rannsóknir og verkefni á borð við One WASH sem stuðla að bættri notkun og meðhöndlun vatns, fæðu og næringarefna eru til hagbóta fyrir nærsamfélag og mikilvæg starfssemi Marel þar sem hreint vatn er lykilhráefnið við matvælavinnslu. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem verkefnið nær til eru nr. 2 um ekkert hungur, nr. 9 um nýsköpun og uppbyggingu og nr. 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu. \"Hreint vatn er lykillinn að heilbrigði. Samstarfssamningurinn gerir Rauða krossinum kleift að tryggja aðgengi að hreinu vatni, m.a. með því að byggja vatnsbrunna og það er ómetanlegt að geta verið í langtímaverkefni sem þessu þar sem við getum gert áætlanir til lengri tíma um aðgerðir. Við erum Marel afskaplega þakklát fyrir stuðninginn\" sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins við undirritunina. |
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.