Almennar fréttir
Seldi smákökur til að styrkja Rauða krossinn
24. nóvember 2023
Sólveig María Guðmundsdóttir bakaði og seldi smákökur til að styrkja Rauða krossinn.
Sólveig María Guðmundsdóttir bakaði smákökur og seldi þær til ættingja, vina og nágranna sinna til að safna fyrir Rauða krossinn.
Hún kom með afraksturinn af sölunni á skrifstofuna okkar, en hún náði að safna 21.450 krónum með þessu frábæra framtaki.
Við þökkum Sólveigu kærlega fyrir framlag sitt í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.