Almennar fréttir
Seldu myndir og styrktu Rauða krossinn
07. júní 2021
Vinkonurnar Bríet Svala Sölvadóttir og Brynhildur Ylfa Þóroddsdóttir teiknuðu myndir og seldu nágrönnum sínum. Þannig söfnuðu þær 3.783 krónum sem þær gáfu til Rauða krossins á Íslandi.
Vinkonurnar Bríet Svala Sölvadóttir og Brynhildur Ylfa Þóroddsdóttir teiknuðu myndir og seldu nágrönnum sínum. Þannig söfnuðu þær 3.783 krónum sem þær gáfu til Rauða krossins á Íslandi.
Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til mannúðarmála.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.