Almennar fréttir
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins
08. júní 2023
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT - International Mobilization and Preparation for ACTion, sem haldið verður dagana 8. - 13. október.
Þátttaka á sendifulltrúanámskeiðið er forsenda þess að fá starf á vegum Rauða kross Íslands á alþjóðavettvangi
Námskeiðið er tvíþætt. Fer fyrri hluti þess fer fram á netinu en seinni hlutinn verður haldinn vikuna 8 – 13 október 2023 utan höfuðborgarsvæðis og er krafst 24/7 viðveru alla námskeiðsdaganna. Alls verðar 25 umsækjendur valdir inn á námskeiðið sem er alþjóðlegt og fer fram á ensku.
Þátttökuskilyrði eru m.a. fagmenntun og minnst þriggja til fimm ára starfsreynsla í viðkomandi fagi eftir nám. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði og færni í frönsku, arabísku, rússnesku eða spænsku er mikill kostur. Þátttökugjald er 85.000 kr. Óafturkræft forfallagjald er 30.000 kr.
Umsóknum skal skila inn með því að fylla út IMPACT umsóknarform á heimasíðu Rauða krossins fyrir 12. júní 2023.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um námskeiðið og þátttökuskilyrði má finna hér og einnig með því að hafa samband við Önnu Bryndísi Hendriksdóttur verkefnastjóri sendifulltrúamála á netfangið annab@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.