Almennar fréttir
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins
08. júní 2023
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT - International Mobilization and Preparation for ACTion, sem haldið verður dagana 8. - 13. október.
Þátttaka á sendifulltrúanámskeiðið er forsenda þess að fá starf á vegum Rauða kross Íslands á alþjóðavettvangi
Námskeiðið er tvíþætt. Fer fyrri hluti þess fer fram á netinu en seinni hlutinn verður haldinn vikuna 8 – 13 október 2023 utan höfuðborgarsvæðis og er krafst 24/7 viðveru alla námskeiðsdaganna. Alls verðar 25 umsækjendur valdir inn á námskeiðið sem er alþjóðlegt og fer fram á ensku.
Þátttökuskilyrði eru m.a. fagmenntun og minnst þriggja til fimm ára starfsreynsla í viðkomandi fagi eftir nám. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði og færni í frönsku, arabísku, rússnesku eða spænsku er mikill kostur. Þátttökugjald er 85.000 kr. Óafturkræft forfallagjald er 30.000 kr.
Umsóknum skal skila inn með því að fylla út IMPACT umsóknarform á heimasíðu Rauða krossins fyrir 12. júní 2023.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um námskeiðið og þátttökuskilyrði má finna hér og einnig með því að hafa samband við Önnu Bryndísi Hendriksdóttur verkefnastjóri sendifulltrúamála á netfangið annab@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.