Almennar fréttir
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins
08. júní 2023
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT - International Mobilization and Preparation for ACTion, sem haldið verður dagana 8. - 13. október.
Þátttaka á sendifulltrúanámskeiðið er forsenda þess að fá starf á vegum Rauða kross Íslands á alþjóðavettvangi
Námskeiðið er tvíþætt. Fer fyrri hluti þess fer fram á netinu en seinni hlutinn verður haldinn vikuna 8 – 13 október 2023 utan höfuðborgarsvæðis og er krafst 24/7 viðveru alla námskeiðsdaganna. Alls verðar 25 umsækjendur valdir inn á námskeiðið sem er alþjóðlegt og fer fram á ensku.
Þátttökuskilyrði eru m.a. fagmenntun og minnst þriggja til fimm ára starfsreynsla í viðkomandi fagi eftir nám. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði og færni í frönsku, arabísku, rússnesku eða spænsku er mikill kostur. Þátttökugjald er 85.000 kr. Óafturkræft forfallagjald er 30.000 kr.
Umsóknum skal skila inn með því að fylla út IMPACT umsóknarform á heimasíðu Rauða krossins fyrir 12. júní 2023.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um námskeiðið og þátttökuskilyrði má finna hér og einnig með því að hafa samband við Önnu Bryndísi Hendriksdóttur verkefnastjóri sendifulltrúamála á netfangið annab@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“