Almennar fréttir
Sérstakar þakkir til fyrirtækja sem styrktu neyðarsöfnun Rauða krossins
15. apríl 2022
Rauði krossinn á Íslandi þakkar fyrirtækjum og stofnunum sem tóku þátt í neyðarsöfnun félagsins vegna átakana í Úkraínu með rausnarlegu framlagi innilega fyrir stuðninginn!
Meira en 400.000 einstaklingar hafa fengið aðstoð frá Rauða krossinum í Úkraínu (URCS) og ICRC, með hjálpargögnum, heilbrigðisaðstoð, sálrænan stuðning, matvæli, vatni, hreinlætisvörum til fólks í neyðarskýlum og aðstoð við sjálfviljugan brottflutning frá átakasvæðum. Einnig nýtist það sem safnast hefur til að styðja flóttafólk, bæði sem að koma hingað til lands og þeir sem eru á flótta víða um Evrópu.
Marel: 37.000.000 kr.
Sjóvá 10.560.000 kr.
Arion banki hf. 10.400.000 kr.
Hagar hf. 5.400.000 kr.
Landsbankinn hf. 5.005.000 kr.
AKSO ehf. 3.000.000 kr.
Straumhvarf ehf. 3.000.000 kr.
Verkís hf. 3.000.000 kr.
Goodwater music slf. 2.000.000 kr.
Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni 1.250.000 kr.
Stéttarfélag Vesturlands 1.000.000 kr.
Verkalýðsfélag Suðurlands 1.000.000 kr.
BYGGIÐN - Félag byggingarmanna 1.000.000 kr.
Kiwanisklúbburinn Hekla 1.000.000 kr.
Silfurberg ehf. 1.000.000 kr.
New Wave Iceland ehf. 970.000 kr.
Ölgerðin Egill Skallagríms hf. 604.000 kr.
Kiwanisklúbburinn Höfði 500.000 kr.
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. 500.000 kr.
Moshvoll ehf. 500.000 kr.
Skaftfell, sjálfseignarstofnun 500.000 kr.
Bestu þakkir til ykkar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.