Almennar fréttir
Sérstakar þakkir til fyrirtækja sem styrktu neyðarsöfnun Rauða krossins
15. apríl 2022
Rauði krossinn á Íslandi þakkar fyrirtækjum og stofnunum sem tóku þátt í neyðarsöfnun félagsins vegna átakana í Úkraínu með rausnarlegu framlagi innilega fyrir stuðninginn!
Meira en 400.000 einstaklingar hafa fengið aðstoð frá Rauða krossinum í Úkraínu (URCS) og ICRC, með hjálpargögnum, heilbrigðisaðstoð, sálrænan stuðning, matvæli, vatni, hreinlætisvörum til fólks í neyðarskýlum og aðstoð við sjálfviljugan brottflutning frá átakasvæðum. Einnig nýtist það sem safnast hefur til að styðja flóttafólk, bæði sem að koma hingað til lands og þeir sem eru á flótta víða um Evrópu.
Marel: 37.000.000 kr.
Sjóvá 10.560.000 kr.
Arion banki hf. 10.400.000 kr.
Hagar hf. 5.400.000 kr.
Landsbankinn hf. 5.005.000 kr.
AKSO ehf. 3.000.000 kr.
Straumhvarf ehf. 3.000.000 kr.
Verkís hf. 3.000.000 kr.
Goodwater music slf. 2.000.000 kr.
Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni 1.250.000 kr.
Stéttarfélag Vesturlands 1.000.000 kr.
Verkalýðsfélag Suðurlands 1.000.000 kr.
BYGGIÐN - Félag byggingarmanna 1.000.000 kr.
Kiwanisklúbburinn Hekla 1.000.000 kr.
Silfurberg ehf. 1.000.000 kr.
New Wave Iceland ehf. 970.000 kr.
Ölgerðin Egill Skallagríms hf. 604.000 kr.
Kiwanisklúbburinn Höfði 500.000 kr.
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. 500.000 kr.
Moshvoll ehf. 500.000 kr.
Skaftfell, sjálfseignarstofnun 500.000 kr.
Bestu þakkir til ykkar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“