Almennar fréttir
Silja Bára R. Ómarsdóttir nýr formaður Rauða krossins á Íslandi
21. maí 2022
Silja Bára R. Ómarsdóttir nýr formaður Rauða krossins á Íslandi
Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi fór fram á Grand hótel í dag. Aðalfundarfulltrúar frá 16 deildum víðsvegar um landið mættu.
Ný stjórn var kjörin og tekur Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, við sem formaður félagsins af Sveini Kristinssyni sem gegnt hefur formennsku sl. 8 ár.
Varaformaður Rauða krossins var kjörin Sigríður Stefánsdóttir.
Þá voru þau Ívar Kristinsson, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, Sigurjón Haukur Valsson, Símon Friðrik Símonarson og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir kjörin í stjórn. Áfram sitja í stjórninni þau Baldur Steinn Helgason, Elín Ósk Helgadóttir, Gréta María Grétarsdóttir og Sveinn Þorsteinsson. Varamenn voru kjörin Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir og Unnsteinn Ingason.

Á myndinni eru þær Sigríður Stefánsdóttir og Silja Bára R. Ómarsdóttir.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.