Almennar fréttir
Silja Bára R. Ómarsdóttir nýr formaður Rauða krossins á Íslandi
21. maí 2022
Silja Bára R. Ómarsdóttir nýr formaður Rauða krossins á Íslandi
Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi fór fram á Grand hótel í dag. Aðalfundarfulltrúar frá 16 deildum víðsvegar um landið mættu.
Ný stjórn var kjörin og tekur Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, við sem formaður félagsins af Sveini Kristinssyni sem gegnt hefur formennsku sl. 8 ár.
Varaformaður Rauða krossins var kjörin Sigríður Stefánsdóttir.
Þá voru þau Ívar Kristinsson, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, Sigurjón Haukur Valsson, Símon Friðrik Símonarson og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir kjörin í stjórn. Áfram sitja í stjórninni þau Baldur Steinn Helgason, Elín Ósk Helgadóttir, Gréta María Grétarsdóttir og Sveinn Þorsteinsson. Varamenn voru kjörin Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir og Unnsteinn Ingason.

Á myndinni eru þær Sigríður Stefánsdóttir og Silja Bára R. Ómarsdóttir.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þrjú ráðuneyti styrkja Hjálparsíma Rauða krossins
Innanlandsstarf 23. maí 2025Heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra hafa undirritað samning við Rauða krossinn á Íslandi sem felur í sér 25 milljóna króna styrk til reksturs Hjálparsímans 1717. „Þetta er ótrúlega mikilvæg þjónusta,“ sagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra er skrifað var undir samninginn í höfuðstöðvum Rauða krossins á fimmtudag.

Gaf Rauða krossinum peninginn frá ömmu
Almennar fréttir 23. maí 2025Margrét Kría, sex ára (alveg að verða sjö), mætti galvösk í höfuðstöðvar Rauða krossins nýverið til að gefa félaginu peninga sem hún hafði safnað.

Um 50 börn fá styrki úr Tómstundasjóði Rauða krossins
Innanlandsstarf 21. maí 2025„Tómstundir auka vellíðan barna, svo einfalt er það,“ segir Nína Helgadóttir, sérfræðingur hjá Rauða krossinum sem heldur utan um tómstundasjóð félagsins. Velferðarsjóður barna hefur veitt tómstundasjóðnum veglegan styrk.