Almennar fréttir
Sjálfboðaliðar í fataverkefni Rauða krossins óskast! // Volunteers for clothing stores/sorting wanted!
14. maí 2019
Viltu láta gott af þér leiða í sumar og starfa sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum? Hefur þú áhuga á umhverfismálum? Hefur þú áhuga á tísku?
English below
Viltu láta gott af þér leiða í sumar og starfa sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum? Hefur þú áhuga á umhverfismálum? Hefur þú áhuga á tísku?
Okkur vantar bæði lipurt búðarstarfsfólk í Rauðakrossbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu og kraftmikla fataflokkara.
Komdu til liðs við stærstu fatakeðju á Íslandi! Með gífurlega fjölbreytt úrval sem stuðlar að umhverfisvænni neysluvenjum, endurnýtingu og lengri líftíma fatnaðar.
Rauðakrossbúðirnar eru ein helsta fjáröflun Rauða krossins á Íslandi og reka 14 verslanir um land allt, þar af 5 á höfuðborgarsvæðinu.
Smelltu á þráðinn hér fyrir neðan til að sækja um sjálfboðaliðastarf og skrifaðu „fataverslanir/fataflokkun“ í athugarsemdarreitinn.
https://www.raudikrossinn.is/taktu-thatt/gerast-sjalfbodalidi
Do you want to help better our community this summer and work as a volunteer at the Icelandic Red Cross? Are you interested in environmental issues? Are you interested in fashion?
We need both agile shopworkers at the Red Cross clothing stores and staff to handle clothing sorting.
Join the largest fashion chain in Iceland that promote environmentally friendly consumption habits!
The Red Cross clothing project is Red Cross‘s main fundraiser in Iceland. Today there are 14 stores all over the country, including 5 in the capital area.
Click on the link below to apply, and write ‘‘clothing stores/sorting‘‘ in the comment field.
https://www.raudikrossinn.is/taktu-thatt/gerast-sjalfbodalidi
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Snorrason, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.