Almennar fréttir
Sjálfboðaliðar í fataverkefni Rauða krossins óskast! // Volunteers for clothing stores/sorting wanted!
14. maí 2019
Viltu láta gott af þér leiða í sumar og starfa sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum? Hefur þú áhuga á umhverfismálum? Hefur þú áhuga á tísku?
English below
Viltu láta gott af þér leiða í sumar og starfa sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum? Hefur þú áhuga á umhverfismálum? Hefur þú áhuga á tísku?
Okkur vantar bæði lipurt búðarstarfsfólk í Rauðakrossbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu og kraftmikla fataflokkara.
Komdu til liðs við stærstu fatakeðju á Íslandi! Með gífurlega fjölbreytt úrval sem stuðlar að umhverfisvænni neysluvenjum, endurnýtingu og lengri líftíma fatnaðar.
Rauðakrossbúðirnar eru ein helsta fjáröflun Rauða krossins á Íslandi og reka 14 verslanir um land allt, þar af 5 á höfuðborgarsvæðinu.
Smelltu á þráðinn hér fyrir neðan til að sækja um sjálfboðaliðastarf og skrifaðu „fataverslanir/fataflokkun“ í athugarsemdarreitinn.
https://www.raudikrossinn.is/taktu-thatt/gerast-sjalfbodalidi
Do you want to help better our community this summer and work as a volunteer at the Icelandic Red Cross? Are you interested in environmental issues? Are you interested in fashion?
We need both agile shopworkers at the Red Cross clothing stores and staff to handle clothing sorting.
Join the largest fashion chain in Iceland that promote environmentally friendly consumption habits!
The Red Cross clothing project is Red Cross‘s main fundraiser in Iceland. Today there are 14 stores all over the country, including 5 in the capital area.
Click on the link below to apply, and write ‘‘clothing stores/sorting‘‘ in the comment field.
https://www.raudikrossinn.is/taktu-thatt/gerast-sjalfbodalidi
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.