Almennar fréttir
Sjálfboðaliðar í fataverkefni Rauða krossins óskast! // Volunteers for clothing stores/sorting wanted!
14. maí 2019
Viltu láta gott af þér leiða í sumar og starfa sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum? Hefur þú áhuga á umhverfismálum? Hefur þú áhuga á tísku?
English below
Viltu láta gott af þér leiða í sumar og starfa sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum? Hefur þú áhuga á umhverfismálum? Hefur þú áhuga á tísku?
Okkur vantar bæði lipurt búðarstarfsfólk í Rauðakrossbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu og kraftmikla fataflokkara.
Komdu til liðs við stærstu fatakeðju á Íslandi! Með gífurlega fjölbreytt úrval sem stuðlar að umhverfisvænni neysluvenjum, endurnýtingu og lengri líftíma fatnaðar.
Rauðakrossbúðirnar eru ein helsta fjáröflun Rauða krossins á Íslandi og reka 14 verslanir um land allt, þar af 5 á höfuðborgarsvæðinu.
Smelltu á þráðinn hér fyrir neðan til að sækja um sjálfboðaliðastarf og skrifaðu „fataverslanir/fataflokkun“ í athugarsemdarreitinn.
https://www.raudikrossinn.is/taktu-thatt/gerast-sjalfbodalidi
Do you want to help better our community this summer and work as a volunteer at the Icelandic Red Cross? Are you interested in environmental issues? Are you interested in fashion?
We need both agile shopworkers at the Red Cross clothing stores and staff to handle clothing sorting.
Join the largest fashion chain in Iceland that promote environmentally friendly consumption habits!
The Red Cross clothing project is Red Cross‘s main fundraiser in Iceland. Today there are 14 stores all over the country, including 5 in the capital area.
Click on the link below to apply, and write ‘‘clothing stores/sorting‘‘ in the comment field.
https://www.raudikrossinn.is/taktu-thatt/gerast-sjalfbodalidi
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.