Almennar fréttir
Sjálfboðaliðar Rauða krossins kallaðir út vegna flugslyssins í Fljótshlíð
11. júní 2019
\r\n
Viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænum stuðningi á Suðurlandi var kallaður út 9. júní vegna alvarlegs flugslys í Fljótshlíð.
Viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænum stuðningi á Suðurlandi var kallaður út 9. júní vegna alvarlegs flugslys í Fljótshlíð. Þrír sjálfboðaliðar fóru í útkallið og fjórir til viðbótar voru í viðbragðsstöðu í húsnæði Rauða krossins á Selfossi ef á þyrfti að halda. Auk þess sem tveir fulltrúar Rauða krossins í aðgerðastjórn sátu vaktina í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins eiga mikið þakklætishrós skilið fyrir að vera ávallt í viðbragðsstöðu og vera skjótir af stað þegar á reynir.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.