Almennar fréttir
Skagafjarðardeild gaf milljón í neyðarsöfnun
17. febrúar 2023
Deildin studdi neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi.

Skagafjarðardeild Rauða krossins gaf milljón krónur í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi.
Sólborg Una Pálsdóttir, formaður deildarinnar, segir að þetta hafi verið mögulegt vegna þess að markaður deildarinnar hafi gengið svo vel.
„Heimamenn eru duglegir að láta okkur hafa ýmislegt til að selja á markaðnum og svo erum við líka með prjónakonur sem framleiða vörur sem við seljum á markaðnum,“ segir hún. „Þetta hefur gengið svona glimrandi vel og það er þess vegna sem við getum sett milljón í þessa söfnun.“
Hún segir að það hafi staðið til að gefa peningana í söfnun og þegar hamfarirnar urðu í Tyrklandi og Sýrlandi hafi það legið beint við að styrkja neyðarsöfnunina sem Rauða krossinn á Íslandi setti í gang.
Við þökkum Skagafjarðardeild kærlega fyrir rausnarlegt framlag hennar til mannúðarmála!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.