Almennar fréttir
Skagafjarðardeild gaf milljón í neyðarsöfnun
17. febrúar 2023
Deildin studdi neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi.

Skagafjarðardeild Rauða krossins gaf milljón krónur í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi.
Sólborg Una Pálsdóttir, formaður deildarinnar, segir að þetta hafi verið mögulegt vegna þess að markaður deildarinnar hafi gengið svo vel.
„Heimamenn eru duglegir að láta okkur hafa ýmislegt til að selja á markaðnum og svo erum við líka með prjónakonur sem framleiða vörur sem við seljum á markaðnum,“ segir hún. „Þetta hefur gengið svona glimrandi vel og það er þess vegna sem við getum sett milljón í þessa söfnun.“
Hún segir að það hafi staðið til að gefa peningana í söfnun og þegar hamfarirnar urðu í Tyrklandi og Sýrlandi hafi það legið beint við að styrkja neyðarsöfnunina sem Rauða krossinn á Íslandi setti í gang.
Við þökkum Skagafjarðardeild kærlega fyrir rausnarlegt framlag hennar til mannúðarmála!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.