Almennar fréttir
Skiptifatamarkaður Rauða krossins og ÍR
27. mars 2019
Á laugardaginn næstkomandi mun ÍR leggja markaðnum lið með því að beina óskilamunum frá starfsstöðvum félagsins á markaðinn.
Rauði krossinn í Reykjavík hefur nú í tvö ár haldið mánaðarlega skiptifatamarkaði með barnaföt í Gerðubergi í Breiðholti sem mælst hafa vel fyrir meðal barnafólks í hverfinu. Á laugardaginn næstkomandi verður nýbreytni upp á teningnum þar sem ÍR, Íþróttafélag Reykjavíkur mun leggja viðburðinum lið með því að beina óskilamunum frá starfsstöðvum félagsins á markaðinn. Einnig mun ÍR auglýsa viðburðinn til sinna iðkenda og foreldra þeirra.
  
Við bjóðum allt barnafólk velkomið á viðburðinn, sem fer þannig fram að hægt að koma með hreinar og heilar flíkur sem nýtast ekki lengur þinni fjölskyldu og skipta fyrir föt í réttum stærðum. Börnin stækka hratt og það er gott að geta komið flíkum sem í lagi er með í notkun annarsstaðar – og vonandi fundið eitthvað sem passar á móti. Viðburðurinn fer fram í menningarhúsinu Gerðubergi frá 1-3 laugardaginn 30. mars. 
Hægt er að lesa nánar um viðburðinn hér. 
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit 
        „Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
 
        Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
 
        Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.
