Almennar fréttir
Skiptifatamarkaður Rauða krossins og ÍR
27. mars 2019
Á laugardaginn næstkomandi mun ÍR leggja markaðnum lið með því að beina óskilamunum frá starfsstöðvum félagsins á markaðinn.
Rauði krossinn í Reykjavík hefur nú í tvö ár haldið mánaðarlega skiptifatamarkaði með barnaföt í Gerðubergi í Breiðholti sem mælst hafa vel fyrir meðal barnafólks í hverfinu. Á laugardaginn næstkomandi verður nýbreytni upp á teningnum þar sem ÍR, Íþróttafélag Reykjavíkur mun leggja viðburðinum lið með því að beina óskilamunum frá starfsstöðvum félagsins á markaðinn. Einnig mun ÍR auglýsa viðburðinn til sinna iðkenda og foreldra þeirra.
Við bjóðum allt barnafólk velkomið á viðburðinn, sem fer þannig fram að hægt að koma með hreinar og heilar flíkur sem nýtast ekki lengur þinni fjölskyldu og skipta fyrir föt í réttum stærðum. Börnin stækka hratt og það er gott að geta komið flíkum sem í lagi er með í notkun annarsstaðar – og vonandi fundið eitthvað sem passar á móti. Viðburðurinn fer fram í menningarhúsinu Gerðubergi frá 1-3 laugardaginn 30. mars.
Hægt er að lesa nánar um viðburðinn hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“