Almennar fréttir
Skiptifatamarkaður Rauða krossins og ÍR
27. mars 2019
Á laugardaginn næstkomandi mun ÍR leggja markaðnum lið með því að beina óskilamunum frá starfsstöðvum félagsins á markaðinn.
Rauði krossinn í Reykjavík hefur nú í tvö ár haldið mánaðarlega skiptifatamarkaði með barnaföt í Gerðubergi í Breiðholti sem mælst hafa vel fyrir meðal barnafólks í hverfinu. Á laugardaginn næstkomandi verður nýbreytni upp á teningnum þar sem ÍR, Íþróttafélag Reykjavíkur mun leggja viðburðinum lið með því að beina óskilamunum frá starfsstöðvum félagsins á markaðinn. Einnig mun ÍR auglýsa viðburðinn til sinna iðkenda og foreldra þeirra.
Við bjóðum allt barnafólk velkomið á viðburðinn, sem fer þannig fram að hægt að koma með hreinar og heilar flíkur sem nýtast ekki lengur þinni fjölskyldu og skipta fyrir föt í réttum stærðum. Börnin stækka hratt og það er gott að geta komið flíkum sem í lagi er með í notkun annarsstaðar – og vonandi fundið eitthvað sem passar á móti. Viðburðurinn fer fram í menningarhúsinu Gerðubergi frá 1-3 laugardaginn 30. mars.
Hægt er að lesa nánar um viðburðinn hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.