Almennar fréttir
Skyndihjálp og hitaslag
15. ágúst 2024
Ertu á leið í ferðalag til sólarlanda? Vertu þá undirbúin(n) svo þú getir komið í veg fyrir hitaslag vegna mikils hita, en að undanförnu hefur hitinn víða verið hættulega hár.

Við sem búum á Íslandi erum góðu vön þegar kemur að mildum sumrum og svölum golum, en þegar það rætist ekki úr hinu íslenska sumri þá sækjast margir eftir því að fara til sólarlanda í hlýrra loftslag og sól.
Í sumar hefur verið mikið um hættulegar hitabylgjur vegna mikils hita og þurrks og þykir ástæða til þess að hvetja fólk til að vera undirbúið fyrir miklum hita og geta brugðist við ef einkenni hitaslags gerir vart við sig.
Hvað er hitaslag og af hverju þurfum við að bregðast við þeim?
Hver sem er getur fengið hitaslag í miklum hita og sól, en þá ræður líkaminn okkur ekki við hitann og líkamshitinn hækkar. Börn og eldra fólk er í aukinni hættu og líkamleg áreynsla í miklum hita getur valdið hitaslagi.
Ef við bregðumst ekki við fyrstu einkennum hitaslags getur það orðið alvarlegt og jafnvel lífshættulegt ástand!
Einkenni vægs hitaslags
- Hækkaður líkamshiti
- Húð föl og kaldsveitt
- Þorsti, höfuðverkur og vöðvakrampi
- Svimi og yfirliðstilfinning
Einkenni alvarlegt hitaslags
- Mjög hár líkamshiti, yfir 40°C
- Húð heit, rauð og þurr - manneskjan er hætt að svitna!
- Verkir og vöðvakrampar
- Ógleði og uppköst
- Sljóleiki og rugl sem getur þróast út í krampa og meðvitundarleysi.
Ef þig grunar hitaslag þarf að veita skyndihjálp
- Kældu viðkomandi með viftu, íspoka eða vatnsúða
- Komdu viðkomandi í skugga og loftkælingu
- Fáðu viðkomandi til að drekka vökva, helst sykraðan og með söltum
- Ef viðkomandi sýnir einkenni alvarlegs hitaslags virkjaðu þá viðbragðskeðjuna - hringdu í 112
Allra best er samt að vera undirbúin og fyrirbyggja hitaslag
- Berðu sólavörn á þig og þína reglulega yfir daginn til að forðast sólbruna
- Tryggðu að þú drekkir nægt vatn jafnt og þétt yfir daginn
- Forðastu mikla líkamlega áreynslu í hita
- Verum í skugganum eða þar sem er loftræsting þegar mesti hitinn gengur yfir
- Notum viftu, loftkælingu eða kælum okkur í sundlauginni
- Borðum léttan og orkuríkan mat yfir daginn
Verum örugg í hitanum og njótum sólarinnar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þrjú ráðuneyti styrkja Hjálparsíma Rauða krossins
Innanlandsstarf 23. maí 2025Heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra hafa undirritað samning við Rauða krossinn á Íslandi sem felur í sér 25 milljóna króna styrk til reksturs Hjálparsímans 1717. „Þetta er ótrúlega mikilvæg þjónusta,“ sagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra er skrifað var undir samninginn í höfuðstöðvum Rauða krossins á fimmtudag.

Gaf Rauða krossinum peninginn frá ömmu
Almennar fréttir 23. maí 2025Margrét Kría, sex ára (alveg að verða sjö), mætti galvösk í höfuðstöðvar Rauða krossins nýverið til að gefa félaginu peninga sem hún hafði safnað.

Um 50 börn fá styrki úr Tómstundasjóði Rauða krossins
Innanlandsstarf 21. maí 2025„Tómstundir auka vellíðan barna, svo einfalt er það,“ segir Nína Helgadóttir, sérfræðingur hjá Rauða krossinum sem heldur utan um tómstundasjóð félagsins. Velferðarsjóður barna hefur veitt tómstundasjóðnum veglegan styrk.