Almennar fréttir
Söfnuðu 51 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn
03. mars 2023
Stelpur úr skátafélaginu Landnemar styrktu Rauða krossinn um 51 þúsund krónur eftir vel heppnaða fjáröflun.

Sex stelpur úr fálkaskátaflokknum Valkyrjur í skátafélaginu Landnemar héldu kökubasar og kaffisölu í Skátaheimilinu til styrktar Rauða krossinum og náðu að safna 51 þúsund krónum.
Stelpurnar héldu basarinn þann 12. febrúar en höfðu skipulagt hann frá því 17. janúar. Þann tíma notuðu þær til að ákveða hvað þær ætluðu að selja, hver ætti að baka hvað, ákveða verðlagningu og auglýsa basarinn.

Þetta var metnaðarfullur kökubasar og stelpurnar settu upp setustofu fyrir viðskiptavini sína, svo úr varð hálfgert kaffihús á Skátaheimilinu. Stelpurnar seldu sjónvarpskökur, skinkuhorn, ostaslaufur, bollakökur, smákökur, súkkulaðikökur, brownies, kókoskúlur og kanilsnúða og allt seldist upp. Þær sögðu að þeim hefði þótt þetta mjög skemmtilegt verkefni.
Við hjá Rauða krossinum þökkum þeim kærlega fyrir dugnaðinn og framlag þeirra til mannúðarmála!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.