Almennar fréttir
Söfnuðu 51 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn
03. mars 2023
Stelpur úr skátafélaginu Landnemar styrktu Rauða krossinn um 51 þúsund krónur eftir vel heppnaða fjáröflun.
Sex stelpur úr fálkaskátaflokknum Valkyrjur í skátafélaginu Landnemar héldu kökubasar og kaffisölu í Skátaheimilinu til styrktar Rauða krossinum og náðu að safna 51 þúsund krónum.
Stelpurnar héldu basarinn þann 12. febrúar en höfðu skipulagt hann frá því 17. janúar. Þann tíma notuðu þær til að ákveða hvað þær ætluðu að selja, hver ætti að baka hvað, ákveða verðlagningu og auglýsa basarinn.
Þetta var metnaðarfullur kökubasar og stelpurnar settu upp setustofu fyrir viðskiptavini sína, svo úr varð hálfgert kaffihús á Skátaheimilinu. Stelpurnar seldu sjónvarpskökur, skinkuhorn, ostaslaufur, bollakökur, smákökur, súkkulaðikökur, brownies, kókoskúlur og kanilsnúða og allt seldist upp. Þær sögðu að þeim hefði þótt þetta mjög skemmtilegt verkefni.
Við hjá Rauða krossinum þökkum þeim kærlega fyrir dugnaðinn og framlag þeirra til mannúðarmála!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.