Almennar fréttir
Söfnuðu 51 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn
03. mars 2023
Stelpur úr skátafélaginu Landnemar styrktu Rauða krossinn um 51 þúsund krónur eftir vel heppnaða fjáröflun.
Sex stelpur úr fálkaskátaflokknum Valkyrjur í skátafélaginu Landnemar héldu kökubasar og kaffisölu í Skátaheimilinu til styrktar Rauða krossinum og náðu að safna 51 þúsund krónum.
Stelpurnar héldu basarinn þann 12. febrúar en höfðu skipulagt hann frá því 17. janúar. Þann tíma notuðu þær til að ákveða hvað þær ætluðu að selja, hver ætti að baka hvað, ákveða verðlagningu og auglýsa basarinn.
Þetta var metnaðarfullur kökubasar og stelpurnar settu upp setustofu fyrir viðskiptavini sína, svo úr varð hálfgert kaffihús á Skátaheimilinu. Stelpurnar seldu sjónvarpskökur, skinkuhorn, ostaslaufur, bollakökur, smákökur, súkkulaðikökur, brownies, kókoskúlur og kanilsnúða og allt seldist upp. Þær sögðu að þeim hefði þótt þetta mjög skemmtilegt verkefni.
Við hjá Rauða krossinum þökkum þeim kærlega fyrir dugnaðinn og framlag þeirra til mannúðarmála!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.