Almennar fréttir
Söfnuðu 51 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn
03. mars 2023
Stelpur úr skátafélaginu Landnemar styrktu Rauða krossinn um 51 þúsund krónur eftir vel heppnaða fjáröflun.

Sex stelpur úr fálkaskátaflokknum Valkyrjur í skátafélaginu Landnemar héldu kökubasar og kaffisölu í Skátaheimilinu til styrktar Rauða krossinum og náðu að safna 51 þúsund krónum.
Stelpurnar héldu basarinn þann 12. febrúar en höfðu skipulagt hann frá því 17. janúar. Þann tíma notuðu þær til að ákveða hvað þær ætluðu að selja, hver ætti að baka hvað, ákveða verðlagningu og auglýsa basarinn.

Þetta var metnaðarfullur kökubasar og stelpurnar settu upp setustofu fyrir viðskiptavini sína, svo úr varð hálfgert kaffihús á Skátaheimilinu. Stelpurnar seldu sjónvarpskökur, skinkuhorn, ostaslaufur, bollakökur, smákökur, súkkulaðikökur, brownies, kókoskúlur og kanilsnúða og allt seldist upp. Þær sögðu að þeim hefði þótt þetta mjög skemmtilegt verkefni.
Við hjá Rauða krossinum þökkum þeim kærlega fyrir dugnaðinn og framlag þeirra til mannúðarmála!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.