Almennar fréttir
Söfnuðu dósum fyrir Rauða krossinn
28. desember 2023
Fjórir vinir af Seltjarnarnesi söfnuðu dósum til að styrkja Rauða krossinn.
Vinirnir Ari Tómas Tryggvason, Höskuldur Hrafn Ólafsson, Jóhann Páll Arnarson og Víðir Leó Ragnarsson söfnuðu dósum á Seltjarnarnesi fyrir jólin og komu með afraksturinn til okkar á aðalskrifstofu Rauða krossins.
Alls náðu þeir að safna 20 þúsund krónum og við þökkum þeim kærlega fyrir framlag þeirra til mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.