Almennar fréttir
Söfnuðu fyrir hjálparstarf Rauða krossins
01. september 2022
Í Grunnskólanum í Þorlákshöfn hefur þemaverkefnið Þorpið verið haldið reglulega síðan 2013. Þá daga sem Þorpið er breytist skólinn í fríríki þar sem ýmis fyrirtæki eru stofnuð. Nemendur sækja vinnu og fá laun fyrir vinnu sína í gjaldmiðli Þorpsins. Í lok verkefnisins heimsækja bæjarbúar fríríkið og kaupa þjónustu og ýmsan varning. Hagnaður varð af verkefninu í vor og því ljóst að hægt væri að gefa hluta hans til í gott málefni. Hjálparstarf Rauða krossins vegna stríðsins í Úkraínu varð fyrir valinu enda þörfin mikil. 7.bekkur fékk það hlutverk að afhenta gjöfina að upphæð 150.000 kr.
Við þökkum þessum duglegu börnum í Þorlákshöfn kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.