Almennar fréttir
Söfnuðu fyrir Rauða krossinn
30. júní 2023
4 vinkonur héldu tombólu, söfnuðu flöskum og seldu popp til styrktar Rauða krossinum.

Þær Emma Sól Björnsdóttir, Sara Líf Björnsdóttir, Bryndís Ósk Kjartansdóttir og Ása Valdís Heiðarsdóttir söfnuðu pening til styrktar Rauða krossinum á dögunum.
Þær héldu tombólu, gengu í hús og söfnuðu flöskum og seldu popp í nágrenni Háteigsskóla.
Vinkonurnar söfnuðu 22.325 kr. og afhentu Rauða krossinum styrkinn. Við þökkum þessum duglegu stúlkum kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.