Almennar fréttir
Söfnuðu fyrir Rauða krossinn
20. september 2023
Þessar stelpur söfnuðu fyrir Rauða krossinn með ýmsum aðferðum.

Vinkonurnar Lóa Kamilla Kjartansdóttir og Lilja Björnsdóttir söfnuðu fyrir Rauða krossinn með því að safna dósum, halda tombólu og selja límonaði í Hlíðunum.
Þær komu með afraksturinn, sem var 12.368 krónur, til okkar á skrifstofuna. Við þökkum þeim kærlega fyrir þennan dugnað og framlag þeirra til mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.