Almennar fréttir
Söfnun fyrir Palestínu lokið
02. júní 2021
Þann 11. maí sl. hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað söfnun fyrir íbúa Palestínu og er henni nú lokið. Alls söfnuðust tæplega 11 milljónir frá almenningi og deildum félagsins.
Þann 11. maí sl. hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað söfnun fyrir íbúa Palestínu og er henni nú lokið. Alls söfnuðust tæplega 11 milljónir frá almenningi og deildum félagsins. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu söfnuninni lið - bæði fyrir fjárframlögin en líka sérstaklega þakka þeim er deildu fréttum Rauða krossins á samfélagsmiðlum varðandi erfiðar aðstæður íbúa Palestínu, sem skiptir ekki síður miklu máli fyrir eins mikilvægt málefni.

Í kjölfar neyðarsöfnunarinnar mun Rauði krossinn á Íslandi senda samtals 42 milljónir króna til systurfélags síns í Palestínu. Með stuðningi Mannvina getur Rauði krossinn lagt í heildina rúmar 20 milljónir til viðbótar því sem hefur safnast frá almenningi og deildum félagsins og að auki nýtt 11 milljónir af rammasamningi félagsins við utanríkisráðuneytið.
Fjármagnið sem Rauði krossinn sendir til Palestínu mun annars vegar nýtast til að svara neyðarkalli palestínska Rauða hálfmánans vegna ástandsins undanfarnar vikur. Hins vegar mun fjárframlagið tryggja áframhaldandi sálfélagslegan stuðning í Palestínu, einkum fyrir börn og ungmenni, en Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt verkefnið í hartnær 20 ár, ásamt systurfélagi sínu í Danmörku.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins segir að söfnunin hafi gengið vel. „Við erum óskaplega þakklát öllum þeim sem lögðu söfnuninni lið. Með sameiginlegu átaki náum við að koma þeim verst stöddu í Palestínu til hjálpar. Við hjá Rauða krossinum þökkum almenningi, Mannvinum og utanríkisráðuneytinu fyrir stuðninginn af heilum hug.“
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.

Vertu klár á táknmáli
Innanlandsstarf 09. maí 2025Auglýsingar í hinni vinsælu vitundarvakningu Rauða krossins 3dagar.is, þar sem fólk er hvatt til að undirbúa sig fyrir neyðarástand, eru nú líka á táknmáli.

Mannúðarstarfsfólk orðið skotmörk
Alþjóðastarf 08. maí 2025„Hver einasta árás á mannúðarstarfsmann er árás á samfélagið sem hann þjónaði,“ segja forsetar alþjóðasambands og alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Forsetarnir segja að alþjóðasamfélagið geti ekki haldið áfram að líta fram hjá því er lög sem gilda í stríði eru hundsuð og mannúðarstarfsmenn markvisst orðnir skotmörk.