Almennar fréttir
Starfskona á næturvaktir í Konukot óskast
29. júlí 2019
Rauði krosssinn í Reykjavík óskar eftir starfskonu á næturvaktir í Konukot. Konukot er athvarf fyrir heimilislausar konur.
Rauði krossinn í Reykjavík óskar eftir starfskonu á næturvaktir í Konukot. Konukot er athvarf fyrir heimilislausar konur.
Um er að ræða 60% starfshlutfall.
Starfskona ber ábyrgð á móttöku og einstaklingsmiðaðri þjónustu við gesti athvarfsins, auk almennra heimilisstarfa. Í Konukoti er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði.
Menntun og hæfniskröfur:
· Almenn menntun
· Áhugi og/eða reynsla af störfum með fólki sem á við fíknivanda og/eða geðrænan vanda að stríða
· Fordomaleysi og umburðarlyndi í garð notenda athvarfsins er skilyrði
· Hæfni og áhugi á góðum mannlegum samskiptum er skilyrði
· Stundvísi og lausnarmiðað vinnulag
· Viðkomandi þarf að vera 24 eða eldri
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 13. ágúst 2019.
Upplýsingar veitir Brynhildur, forstöðukona Konukots, netfang: binna@redcross.is
Umsóknir sendist á sama netfang.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“