Almennar fréttir
Starfskona á næturvaktir í Konukot óskast
29. júlí 2019
Rauði krosssinn í Reykjavík óskar eftir starfskonu á næturvaktir í Konukot. Konukot er athvarf fyrir heimilislausar konur.
Rauði krossinn í Reykjavík óskar eftir starfskonu á næturvaktir í Konukot. Konukot er athvarf fyrir heimilislausar konur.
Um er að ræða 60% starfshlutfall.
Starfskona ber ábyrgð á móttöku og einstaklingsmiðaðri þjónustu við gesti athvarfsins, auk almennra heimilisstarfa. Í Konukoti er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði.
Menntun og hæfniskröfur:
· Almenn menntun
· Áhugi og/eða reynsla af störfum með fólki sem á við fíknivanda og/eða geðrænan vanda að stríða
· Fordomaleysi og umburðarlyndi í garð notenda athvarfsins er skilyrði
· Hæfni og áhugi á góðum mannlegum samskiptum er skilyrði
· Stundvísi og lausnarmiðað vinnulag
· Viðkomandi þarf að vera 24 eða eldri
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 13. ágúst 2019.
Upplýsingar veitir Brynhildur, forstöðukona Konukots, netfang: binna@redcross.is
Umsóknir sendist á sama netfang.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.