Almennar fréttir
Starfskona á næturvaktir í Konukot óskast
29. júlí 2019
Rauði krosssinn í Reykjavík óskar eftir starfskonu á næturvaktir í Konukot. Konukot er athvarf fyrir heimilislausar konur.
Rauði krossinn í Reykjavík óskar eftir starfskonu á næturvaktir í Konukot. Konukot er athvarf fyrir heimilislausar konur.
Um er að ræða 60% starfshlutfall.
Starfskona ber ábyrgð á móttöku og einstaklingsmiðaðri þjónustu við gesti athvarfsins, auk almennra heimilisstarfa. Í Konukoti er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði.
Menntun og hæfniskröfur:
· Almenn menntun
· Áhugi og/eða reynsla af störfum með fólki sem á við fíknivanda og/eða geðrænan vanda að stríða
· Fordomaleysi og umburðarlyndi í garð notenda athvarfsins er skilyrði
· Hæfni og áhugi á góðum mannlegum samskiptum er skilyrði
· Stundvísi og lausnarmiðað vinnulag
· Viðkomandi þarf að vera 24 eða eldri
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 13. ágúst 2019.
Upplýsingar veitir Brynhildur, forstöðukona Konukots, netfang: binna@redcross.is
Umsóknir sendist á sama netfang.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.