Almennar fréttir
Starfskona á næturvaktir í Konukot óskast
29. júlí 2019
Rauði krosssinn í Reykjavík óskar eftir starfskonu á næturvaktir í Konukot. Konukot er athvarf fyrir heimilislausar konur.
Rauði krossinn í Reykjavík óskar eftir starfskonu á næturvaktir í Konukot. Konukot er athvarf fyrir heimilislausar konur.
Um er að ræða 60% starfshlutfall.
Starfskona ber ábyrgð á móttöku og einstaklingsmiðaðri þjónustu við gesti athvarfsins, auk almennra heimilisstarfa. Í Konukoti er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði.
Menntun og hæfniskröfur:
· Almenn menntun
· Áhugi og/eða reynsla af störfum með fólki sem á við fíknivanda og/eða geðrænan vanda að stríða
· Fordomaleysi og umburðarlyndi í garð notenda athvarfsins er skilyrði
· Hæfni og áhugi á góðum mannlegum samskiptum er skilyrði
· Stundvísi og lausnarmiðað vinnulag
· Viðkomandi þarf að vera 24 eða eldri
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 13. ágúst 2019.
Upplýsingar veitir Brynhildur, forstöðukona Konukots, netfang: binna@redcross.is
Umsóknir sendist á sama netfang.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.