Almennar fréttir
Starfsmaður óskast á Hjálparsíma Rauða krossins
06. febrúar 2019
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir ráðgjafa til starfa á Hjálparsíma Rauða krossins.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir ráðgjafa til starfa á Hjálparsíma Rauða krossins. Um tímavinnu er að ræða í dagvinnu, að jafnaði á bilinu 80-90 klukkustundir í mánuði. Við þetta bætast bakvaktir samkvæmt bakvaktaplani, 1-2 vikur í mánuði. Starfið er hægt að vinna hvort heldur sem er í Reykjavík eða á Akureyri.
Starfið felur í sér virka hlustun og ráðgjöf við innhringjendur Hjálparsímans og netspjallsins 1717.is, auk stuðnings við sjálfboðaliða Hjálparsímans.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi VR við SA.
Sandra Björk Birgisdóttir verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins veitir frekari upplýsingar um starfið. Umsókn með ferilskrá sendist á starf@redcross.is fyrir mánudaginn 18. febrúar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.