Almennar fréttir
Starfsmaður óskast á Hjálparsíma Rauða krossins
06. febrúar 2019
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir ráðgjafa til starfa á Hjálparsíma Rauða krossins.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir ráðgjafa til starfa á Hjálparsíma Rauða krossins. Um tímavinnu er að ræða í dagvinnu, að jafnaði á bilinu 80-90 klukkustundir í mánuði. Við þetta bætast bakvaktir samkvæmt bakvaktaplani, 1-2 vikur í mánuði. Starfið er hægt að vinna hvort heldur sem er í Reykjavík eða á Akureyri.
Starfið felur í sér virka hlustun og ráðgjöf við innhringjendur Hjálparsímans og netspjallsins 1717.is, auk stuðnings við sjálfboðaliða Hjálparsímans.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi VR við SA.
Sandra Björk Birgisdóttir verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins veitir frekari upplýsingar um starfið. Umsókn með ferilskrá sendist á starf@redcross.is fyrir mánudaginn 18. febrúar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.