Almennar fréttir
Stefnt að söfnum á mat fyrir 20 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð
19. desember 2018
Á föstudaginn lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hungursneyðar í Jemen. Söfnunin hefur gengið vel og safnast hefur upphæð sem dugar fyrir mat fyrir 14 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð.
Á föstudaginn lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hungursneyðar í Jemen. Söfnunin hefur gengið vel og safnast hefur upphæð sem dugar fyrir mat fyrir 14 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð. Stefnan hefur verið sett enn hærra og er nú stefnt að því að safna mat fyrir 20 þúsund börn sem jafngildir tæplega þriðjungi barna á Íslandi undir 14 ára aldri.
Eins og fram kom í viðtali Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, í Kastljósinu þá var í síðustu viku samþykkt vopnahlé stríðandi fylkinga í hafnarborginni Hodeida. Vopnahlé í borginni er sérstaklega mikilvægt því stærstur hluti matar og hjálpargagna fer þar í gegnum. Vopnahlé tók gildi á miðnætti mánudaginn 17. desember sl. (kl. 21:00 að íslenskum tíma). Eftir að vopnahlé tók gildi hefur dregið úr átökum á svæðinu og eru vonir bundnar við að hægt verði að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum inn í landið en talið er að um 20 milljónir Jemena þurfi á aðstoð að halda. Hægt er að nálgast viðtalið hér.
Þá hefur Rauði krossinn ásamt öðrum hjálparsamtökum haft milligöngu um lausn Jemena sem haldið var í gíslingu vegna átakanna. Talið er að þúsundir Jemena sé haldið í gíslingu og hefur náðst samkomulag milli stríðandi fylkinga að sleppa gíslunum. Tekur þá við brýnt starf hjálparstofnana við að sameina börn og fjölskyldur sem hafa orðið viðskila á átakasvæðum líkt og fram kemur í myndbandi Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) sem Rauði krossinn á Íslandi hefur fengið að þýða og birta. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Enn er hægt að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.
https://www.youtube.com/watch?v=p65bjs_GAzI
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.