Almennar fréttir
Stjórnarfundur hjá Alþjóðasambandi Rauða krossins
17. maí 2023
Stjórnarfundur Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans var haldinn í seinustu viku. Þar áttum við Íslendingar okkar fulltrúa, en Ragna Árnadóttir er hluti af stjórninni og verður það til ársins 2026.
Stjórnarfundur Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) fór fram í höfuðstöðvum sambandsins í Genf dagana 8.-11. maí síðastliðinn. Stjórnarfundir eru að jafnaði haldnir tvisvar sinnum á ári og þessi var sá 47. frá stofnun Alþjóðasambandsins.
Rauði krossinn á Íslandi hlaut kjör í stjórn sambandsins á aðalfundi þess hinn 19. júní 2022 og var fulltrúi okkar, Ragna Árnadóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum um árabil og fyrrverandi varaformaður félagsins, viðstödd fundinn. Hún situr í stjórninni sem almennur stjórnarmaður og sjálfboðaliði til ársins 2026, en hefur jafnframt verið skipuð í sérstakan starfshóp innan stjórnarinnar um góða stjórnarhætti.
Á fundinum ræddi stjórnin meðal annars um verkefni og starf félagsins síðan á síðasta fundi í október síðastliðnum, þar á meðal starf hreyfingarinnar vegna átakanna í Úkraínu, jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi og átakanna í Súdan. Þá fjallaði stjórnin um áherslur félagsins hvað varðar samvinnu á alþjóðavettvangi í þágu mannúðar sem og heilbrigði í víðum skilningi í kjölfar heimsfaraldurs.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“