Almennar fréttir
Styrkir veittir til verkefna Rauða krossins úr Lýðheilsusjóði
27. mars 2019
Fjögur verkefni Rauða krossins hlutu styrki úr sjóðnum
Föstudaginn 19. mars úthlutaði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styrkjum úr lýðheilsusjóði og hlutu 4 verkefni Rauða krossins styrki. Hjálparsíminn 1717 og netspjall Rauða krossins hlaut 1,5 milljónir, verkefni Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildar sem kallast Tækifæri hlaut hálfa milljón sem og verkefni Reykjavíkurdeildar í skaðaminnkun, Frú Ragnheiður, auk þess sem að verkefni Kópavogsdeildar sem kallast Félagsvinir eftir afplánun hlaut 250 þúsund kr. styrk.
Verkefnin sem hlutu styrki eiga það öll sameiginlegt að tengjast lýðheilsu þrátt fyrir að vera ólík í eðli sínu. Mikilvægi Hjálparsímans 1717 hefur sannað sig en á hverju ári berast um 15 þúsund samtöl á borð hans og segja má að ekkert vandamál sé of stórt eða lítið fyrir 1717. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn alla daga ársins og er gjaldfrjáls og í boði fyrir alla. Frú Ragnheiður er sérútbúinn bíll sem sjálfboðaliðar Rauða krossins aka um götur borgarinnar og veita skaðaminnkandi heilbrigðis og nálaskiptaþjónustu. Tækifæri kallast verkefni Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildar sem er ætlað til að hjálpa ungum einstaklingum sem ekki eru í vinnu eða námi að komast aftur út í samfélagið. Félagsvinir eftir afplánun er tiltölulega nýtt verkefni sem snýr að því að styðja hópa einstaklinga eftir afplánun við að sækja aðstoð sem er í boði.
Nánar má lesa um verkefnin hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.

Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga
Innanlandsstarf 01. september 2025Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.