Almennar fréttir
Styrkir veittir til verkefna Rauða krossins úr Lýðheilsusjóði
27. mars 2019
Fjögur verkefni Rauða krossins hlutu styrki úr sjóðnum
Föstudaginn 19. mars úthlutaði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styrkjum úr lýðheilsusjóði og hlutu 4 verkefni Rauða krossins styrki. Hjálparsíminn 1717 og netspjall Rauða krossins hlaut 1,5 milljónir, verkefni Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildar sem kallast Tækifæri hlaut hálfa milljón sem og verkefni Reykjavíkurdeildar í skaðaminnkun, Frú Ragnheiður, auk þess sem að verkefni Kópavogsdeildar sem kallast Félagsvinir eftir afplánun hlaut 250 þúsund kr. styrk.
Verkefnin sem hlutu styrki eiga það öll sameiginlegt að tengjast lýðheilsu þrátt fyrir að vera ólík í eðli sínu. Mikilvægi Hjálparsímans 1717 hefur sannað sig en á hverju ári berast um 15 þúsund samtöl á borð hans og segja má að ekkert vandamál sé of stórt eða lítið fyrir 1717. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn alla daga ársins og er gjaldfrjáls og í boði fyrir alla. Frú Ragnheiður er sérútbúinn bíll sem sjálfboðaliðar Rauða krossins aka um götur borgarinnar og veita skaðaminnkandi heilbrigðis og nálaskiptaþjónustu. Tækifæri kallast verkefni Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildar sem er ætlað til að hjálpa ungum einstaklingum sem ekki eru í vinnu eða námi að komast aftur út í samfélagið. Félagsvinir eftir afplánun er tiltölulega nýtt verkefni sem snýr að því að styðja hópa einstaklinga eftir afplánun við að sækja aðstoð sem er í boði.
Nánar má lesa um verkefnin hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.