Almennar fréttir
Styrkur frá 10. bekk Tjarnarskóla
17. maí 2021
Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs Rauða krossins með flóttafólki.
Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs með flóttafólki, sem Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu stendur fyrir.
Það var Marín Þórsdóttir, forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, sem veitti styrknum viðtöku á tjarnarbakkanum:
Um leið og við óskum 10. bekkingum í Tjarnarskóla til hamingju með góðan árangur í Fjármálaleikunum þökkum við þeim kærlega fyrir þann hlýhug og stuðning sem þau sína Rauða krossinum og okkar mikilvægu verkefnum.
Stuðningur sem þessi er ómetanlegur fyrir starfið okkar enda eru það stórar jafnt sem smáar upphæðir sem gera okkur kleift að halda úti verkefnum fyrir hópa sem ekki hafa greiðan aðgang að íslensku samfélagi. Þannig byggjum við mikilvægar brýr á milli menningarheima og gerum heiminn betri fyrir okkur öll.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.