Almennar fréttir
Styrkur frá 10. bekk Tjarnarskóla
17. maí 2021
Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs Rauða krossins með flóttafólki.
Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs með flóttafólki, sem Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu stendur fyrir.
Það var Marín Þórsdóttir, forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, sem veitti styrknum viðtöku á tjarnarbakkanum:
Um leið og við óskum 10. bekkingum í Tjarnarskóla til hamingju með góðan árangur í Fjármálaleikunum þökkum við þeim kærlega fyrir þann hlýhug og stuðning sem þau sína Rauða krossinum og okkar mikilvægu verkefnum.
Stuðningur sem þessi er ómetanlegur fyrir starfið okkar enda eru það stórar jafnt sem smáar upphæðir sem gera okkur kleift að halda úti verkefnum fyrir hópa sem ekki hafa greiðan aðgang að íslensku samfélagi. Þannig byggjum við mikilvægar brýr á milli menningarheima og gerum heiminn betri fyrir okkur öll.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.