Almennar fréttir
Styrkur frá N1
10. desember 2018
Í síðustu viku styrkti N1 skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um eina milljón króna
Í síðustu viku styrkti N1 skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um eina milljón króna. Það voru starfsmenn fyrirtækisins sem völdu verkefnið. Ákvörðun um að N1 myndi ekki senda jólagjafir til fyrirtækja í ár var tekin fyrir nokkru og var þess í stað ákveðið að auka styrki til góðgerðarmála. Starfsmenn fyrirtækisins um land allt sendu inn tillögur að málefni fyrir jólastyrkinn og varð niðurstaðan eftir tilnefningar ríflega 200 starfsmanna sú að styrkja þrjú málefni um þrjár milljónir króna og var Frú Ragnheiður eitt af þeim verkefnum.
Rauði krossinn þakkar N1 kærlega fyrir þetta framlag til verkefnisins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Snorrason, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.