Almennar fréttir
Sumarstörf hjá Rauða krossinum
05. maí 2021
Við leitum að hörkuduglegum, samviskusömum og drífandi einstaklingum til að sinna fjáröflun og kynningarstarfi fyrir Rauða krossinn í sumar.
Við leitum að hörkuduglegum, samviskusömum og drífandi einstaklingum til að sinna fjáröflun og kynningarstarfi fyrir Rauða krossinn í sumar. Umsóknarfrestur er til 11. maí.
Vinnutími er á milli klukkan 13 og 18 alla virka daga en starfið felst í að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða einstaklingum að gerast styrktaraðilar félagsins.
Götukynnar þurfa að hafa mjög góða samskiptahæfni, vera jákvæðir, samviskusamir, áreiðanlegir og áhugasamir um verkenfi Rauða krossins. Auk þess er reynsla af sölumennsku kostur. Við bendum á að eingöngu einstaklingar 18 ára og eldri koma til greina.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.