Almennar fréttir
Takk fyrir stuðninginn!
11. október 2022
Verum vinir - Mannvinasöfnun Rauða krossins sem var í beinni útsendingu síðasta föstudag á RÚV gekk vonum framar. 1800 Mannvinir hafa bæst í hópinn og tæplega 400 einstaklingar og fyrirtæki gáfu staka styrki, alls 27 milljónir. Við viljum þakka kærlega fyrir þessi jákvæðu viðbrögð og hlýhug í garð Rauða krossins.
Rauði krossinn vill þakka sjálfboðaliðum í símaveri, RÚV, Vodafone, skemmtikröftum og öðrum sem komu að gerð þáttarins fyrir frábært samstarf. Síðast en ekki síst viljum við þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið og horfðu á þáttinn.
Með stuðningi íslenskra stjórnvalda og Mannvina mun Rauði krossinn senda systurfélögum sínum í löndum Austur Afríku 50 milljónir króna sem kemur til aðstoðar íbúa í þessum heimshluta sem eru að takast á við mikla þurrka og hungursneyð sem óttast er að verði ein sú versta í 40 ár.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Mannvina og allra sem komu að þættinum eins og kynna kvöldsins, skemmtikraftar og tónlistarfólk, starfsfólk RÚV og Vodafone.





Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.