Almennar fréttir
Takk fyrir stuðninginn!
11. október 2022
Verum vinir - Mannvinasöfnun Rauða krossins sem var í beinni útsendingu síðasta föstudag á RÚV gekk vonum framar. 1800 Mannvinir hafa bæst í hópinn og tæplega 400 einstaklingar og fyrirtæki gáfu staka styrki, alls 27 milljónir. Við viljum þakka kærlega fyrir þessi jákvæðu viðbrögð og hlýhug í garð Rauða krossins.
Rauði krossinn vill þakka sjálfboðaliðum í símaveri, RÚV, Vodafone, skemmtikröftum og öðrum sem komu að gerð þáttarins fyrir frábært samstarf. Síðast en ekki síst viljum við þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið og horfðu á þáttinn.
Með stuðningi íslenskra stjórnvalda og Mannvina mun Rauði krossinn senda systurfélögum sínum í löndum Austur Afríku 50 milljónir króna sem kemur til aðstoðar íbúa í þessum heimshluta sem eru að takast á við mikla þurrka og hungursneyð sem óttast er að verði ein sú versta í 40 ár.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Mannvina og allra sem komu að þættinum eins og kynna kvöldsins, skemmtikraftar og tónlistarfólk, starfsfólk RÚV og Vodafone.





Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.