Almennar fréttir
Takk Mannvinir, sjálfboðaliðar og aðrir viðbragðsaðilar
21. desember 2020
Síðustu daga hefur Rauði krossinn opnað 3 fjöldahjálparstöðvar. Þetta gætum við gert ekki án Mannvina.
Síðustu daga hefur Rauði krossinn í Múlasýslu opnað 3 fjöldahjálparstöðvar: á Seyðisfirði, Egilsstöðum og Eskifirði. Þær á Egilsstöðum og Seyðisfirði eru enn opnar fyrir fólk á svæðinu. Margir þurftu að yfirgefa húsin sín vegna aurskriða eins og við höfum öll fylgst með í fréttum. Tæplega 600 íbúar Seyðisfjarðar hafa komið í fjöldahjálparstöðvarnar eða skráð sig í gegnum Hjálparsímann 1717, en á neyðartímum er síminn nýttur sem upplýsingasími. Við minnum á að Hjálparsíminn og netspjallið er opið allan sólahringinn og má hver sem hafa samband.
Eitt það mikilvægasta við fjöldahjálparstöðvar er sálræni stuðningurinn sem fólk finnur fyrir með því að koma saman. Einnig eru sjálfboðaliðar Rauða krossins sérþjálfaðir í að veita áfallahjálp.
Í fjöldahjálparstöðvum er hvíldaraðstaða, matur og kaffi í boði og hvetur Rauða krossinn fólk á svæðinu til að nýta sér þessa aðstoð eins mikið og það þarf. Einnig getur fólk sem vantar fengið föt í fjöldahjálparstöðinni á Egilsstöðum.
Opnun fjöldahjálparstöðva er hluti af neyðarvörnum Rauða krossins. Að opna fjöldahjálparstöðvar krefst mikils skipulags og fá sjálfboðaliðar okkar reglulega þjálfun í að bregðast við þegar áföll dynja yfir. Auk þess eru fulltrúar Rauða krossins starfandi í Aðgerðastjórn á Egilsstöðum og í Samhæfingastöðinni í Skógarhlíð.
Við sendum okkar hlýjustu kveðjur austur og þökkum sjálfboðaliðum fyrir austan og einnig þeim sjálfboðaliðum sem komu að norðan til að aðstoða fyrir þeirra vinnu.
Mynd: Vísir.is
Mynd: fréttablaðið.is
Mynd: RÚV
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.