Almennar fréttir
„Það að vera einmanna er ekkert til að fela“
17. apríl 2020
Silja Ingólfsdóttir deildarstjóri Rauða krossins í Kópavogi mætti á upplýsingafund almannavarna í dag og ræddi um félagslega einangrun og einmanaleika sem er hætt við að aukist á tímum sem þessum.
Silja Ingólfsdóttir deildarstjóri Rauða krossins í Kópavogi mætti á upplýsingafund almannavarna í dag og ræddi um félagslega einangrun og einmanaleika sem er hætt við að aukist á tímum sem þessum.
Hér má sjá Silju tala um einmannaleika á upplýsingafundi almannavarna.
„Það er staðreynd að langvarandi félagsleg einangrun hefur slæm áhrif á heilsuna, bæði líkamlega og andlega, og vonandi þurfum við fæst að glíma við þetta leng.“
Rauði krossinn minnir á Hjálparsímann 1717 og netspjallið en þar er hægt að fá aðstoð, upplýsingar og hlustun. Ekkert vandamál er of lítið eða stórt fyrir 1717.
Einnig er hægt að fá tímabundinn Símavin, þar sem sjálfboðaliðar hringja í fólk og spjalla í stutta stund, daglega.
____________
Verkefni Rauða krossins í Covid-faraldri.
Breytingar á verkefnum og þjónustu Rauða krossins.
Leggja Rauða krossinum lið á tímum COVID-19.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.