Almennar fréttir
„Það að vera einmanna er ekkert til að fela“
17. apríl 2020
Silja Ingólfsdóttir deildarstjóri Rauða krossins í Kópavogi mætti á upplýsingafund almannavarna í dag og ræddi um félagslega einangrun og einmanaleika sem er hætt við að aukist á tímum sem þessum.
Silja Ingólfsdóttir deildarstjóri Rauða krossins í Kópavogi mætti á upplýsingafund almannavarna í dag og ræddi um félagslega einangrun og einmanaleika sem er hætt við að aukist á tímum sem þessum.
Hér má sjá Silju tala um einmannaleika á upplýsingafundi almannavarna.
„Það er staðreynd að langvarandi félagsleg einangrun hefur slæm áhrif á heilsuna, bæði líkamlega og andlega, og vonandi þurfum við fæst að glíma við þetta leng.“
Rauði krossinn minnir á Hjálparsímann 1717 og netspjallið en þar er hægt að fá aðstoð, upplýsingar og hlustun. Ekkert vandamál er of lítið eða stórt fyrir 1717.
Einnig er hægt að fá tímabundinn Símavin, þar sem sjálfboðaliðar hringja í fólk og spjalla í stutta stund, daglega.
____________
Verkefni Rauða krossins í Covid-faraldri.
Breytingar á verkefnum og þjónustu Rauða krossins.
Leggja Rauða krossinum lið á tímum COVID-19.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.