Almennar fréttir
„Það að vera einmanna er ekkert til að fela“
17. apríl 2020
Silja Ingólfsdóttir deildarstjóri Rauða krossins í Kópavogi mætti á upplýsingafund almannavarna í dag og ræddi um félagslega einangrun og einmanaleika sem er hætt við að aukist á tímum sem þessum.
Silja Ingólfsdóttir deildarstjóri Rauða krossins í Kópavogi mætti á upplýsingafund almannavarna í dag og ræddi um félagslega einangrun og einmanaleika sem er hætt við að aukist á tímum sem þessum.
Hér má sjá Silju tala um einmannaleika á upplýsingafundi almannavarna.
„Það er staðreynd að langvarandi félagsleg einangrun hefur slæm áhrif á heilsuna, bæði líkamlega og andlega, og vonandi þurfum við fæst að glíma við þetta leng.“
Rauði krossinn minnir á Hjálparsímann 1717 og netspjallið en þar er hægt að fá aðstoð, upplýsingar og hlustun. Ekkert vandamál er of lítið eða stórt fyrir 1717.
Einnig er hægt að fá tímabundinn Símavin, þar sem sjálfboðaliðar hringja í fólk og spjalla í stutta stund, daglega.
____________
Verkefni Rauða krossins í Covid-faraldri.
Breytingar á verkefnum og þjónustu Rauða krossins.
Leggja Rauða krossinum lið á tímum COVID-19.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.