Almennar fréttir
Þjóðarhátíð í Súðavík
15. maí 2019
Súðavík er fjölþjóðlegt sveitarfélag við Ísafjarðardjúp þar sem mannlíf er í miklum blóma . Þó íbúafjöldinn sé ekki mikill eða innan við 200 manns þá býr í sveitarfélaginu fólk frá þrettán þjóðlöndum.
\r\n
Súðavík er fjölþjóðlegt sveitarfélag við Ísafjarðardjúp þar sem mannlíf er í miklum blóma . Þó íbúafjöldinn sé ekki mikill eða innan við 200 manns þá býr í sveitarfélaginu fólk frá þrettán þjóðlöndum. Þrettánda þjóðernið bættist í hópinn á síðasta ári þegar sveitarfélagið bauð 7 manna fjölskyldu frá Írak að flytjast til Súðavíkur í samvinnu við íslensk stjórnvöld og Rauða krossinn.
Síðastliðinn laugardag var blásið til Þjóðahátíðar í Súðavík þar sem íbúar kynntu sinn bakgrunn með því að bjóða upp á girnilega rétti frá heimalandinu. Sveitarfélagið og Rauði krossinn í Súðavík hafa um árabil haft samvinnu um að aðstoða íbúana við halda þessar þjóðahátíðir og eru þær alltaf vel sóttar.
Íbúarnir eiga mikið lof skilið fyrir sitt framlag við að halda þessar hátíðir og fagna á þennan hátt fjölbreytileikanum í samfélaginu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.