Almennar fréttir
Þjóðarhátíð í Súðavík
15. maí 2019
Súðavík er fjölþjóðlegt sveitarfélag við Ísafjarðardjúp þar sem mannlíf er í miklum blóma . Þó íbúafjöldinn sé ekki mikill eða innan við 200 manns þá býr í sveitarfélaginu fólk frá þrettán þjóðlöndum.
\r\n
Súðavík er fjölþjóðlegt sveitarfélag við Ísafjarðardjúp þar sem mannlíf er í miklum blóma . Þó íbúafjöldinn sé ekki mikill eða innan við 200 manns þá býr í sveitarfélaginu fólk frá þrettán þjóðlöndum. Þrettánda þjóðernið bættist í hópinn á síðasta ári þegar sveitarfélagið bauð 7 manna fjölskyldu frá Írak að flytjast til Súðavíkur í samvinnu við íslensk stjórnvöld og Rauða krossinn.
Síðastliðinn laugardag var blásið til Þjóðahátíðar í Súðavík þar sem íbúar kynntu sinn bakgrunn með því að bjóða upp á girnilega rétti frá heimalandinu. Sveitarfélagið og Rauði krossinn í Súðavík hafa um árabil haft samvinnu um að aðstoða íbúana við halda þessar þjóðahátíðir og eru þær alltaf vel sóttar.
Íbúarnir eiga mikið lof skilið fyrir sitt framlag við að halda þessar hátíðir og fagna á þennan hátt fjölbreytileikanum í samfélaginu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.