Almennar fréttir
Þjóðarhátíð í Súðavík
15. maí 2019
Súðavík er fjölþjóðlegt sveitarfélag við Ísafjarðardjúp þar sem mannlíf er í miklum blóma . Þó íbúafjöldinn sé ekki mikill eða innan við 200 manns þá býr í sveitarfélaginu fólk frá þrettán þjóðlöndum.
\r\n
Súðavík er fjölþjóðlegt sveitarfélag við Ísafjarðardjúp þar sem mannlíf er í miklum blóma . Þó íbúafjöldinn sé ekki mikill eða innan við 200 manns þá býr í sveitarfélaginu fólk frá þrettán þjóðlöndum. Þrettánda þjóðernið bættist í hópinn á síðasta ári þegar sveitarfélagið bauð 7 manna fjölskyldu frá Írak að flytjast til Súðavíkur í samvinnu við íslensk stjórnvöld og Rauða krossinn.
Síðastliðinn laugardag var blásið til Þjóðahátíðar í Súðavík þar sem íbúar kynntu sinn bakgrunn með því að bjóða upp á girnilega rétti frá heimalandinu. Sveitarfélagið og Rauði krossinn í Súðavík hafa um árabil haft samvinnu um að aðstoða íbúana við halda þessar þjóðahátíðir og eru þær alltaf vel sóttar.
Íbúarnir eiga mikið lof skilið fyrir sitt framlag við að halda þessar hátíðir og fagna á þennan hátt fjölbreytileikanum í samfélaginu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“