Almennar fréttir
Þjóðarhátíð í Súðavík
15. maí 2019
Súðavík er fjölþjóðlegt sveitarfélag við Ísafjarðardjúp þar sem mannlíf er í miklum blóma . Þó íbúafjöldinn sé ekki mikill eða innan við 200 manns þá býr í sveitarfélaginu fólk frá þrettán þjóðlöndum.
\r\n
Súðavík er fjölþjóðlegt sveitarfélag við Ísafjarðardjúp þar sem mannlíf er í miklum blóma . Þó íbúafjöldinn sé ekki mikill eða innan við 200 manns þá býr í sveitarfélaginu fólk frá þrettán þjóðlöndum. Þrettánda þjóðernið bættist í hópinn á síðasta ári þegar sveitarfélagið bauð 7 manna fjölskyldu frá Írak að flytjast til Súðavíkur í samvinnu við íslensk stjórnvöld og Rauða krossinn.
Síðastliðinn laugardag var blásið til Þjóðahátíðar í Súðavík þar sem íbúar kynntu sinn bakgrunn með því að bjóða upp á girnilega rétti frá heimalandinu. Sveitarfélagið og Rauði krossinn í Súðavík hafa um árabil haft samvinnu um að aðstoða íbúana við halda þessar þjóðahátíðir og eru þær alltaf vel sóttar.
Íbúarnir eiga mikið lof skilið fyrir sitt framlag við að halda þessar hátíðir og fagna á þennan hátt fjölbreytileikanum í samfélaginu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.