Almennar fréttir
Þrjár milljónir króna til Úkraínu
30. mars 2022
Orkan afhenti Rauða krossinum í dag 3 milljónir króna sem söfnuðust á sérstökum söfnunardegi á Orkustöðvunum í mars þegar fimm krónur af hverjum lítra runnu til hjálparstarfs í Úkraínu
Allt fjármagn sem Rauði krossinn fær verður nýtt til að mæta þörfum íbúa Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning bæði í Úkraínu og nágrannalöndum en fjármagnið nær einnig yfir hjálparstarf fyrir flóttafólk á Íslandi.
„Við viljum leggja okkar af mörkum og styðja á þennan hátt við mikilvægt hjálparstarf Rauða krossins. Viðskiptavinir okkar brugðust vel við og erum við þeim afar þakklát fyrir að taka þátt í verkefninu. Við vonumst til að styrkurinn muni koma að góðum notum.” segir Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar.
„Það er gott að finna hlýhug fólks vegna ástandsins í Úkraínu og við erum mjög þakklát Orkunni og viðskiptavinum þeirra fyrir þetta mikilvæga framlag til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda og hefur þurft að flýja heimili sín. Framlög sem þessi gera okkur kleift að sinna okkar starfi, hér á landi sem og erlendis “ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“