Almennar fréttir
Þrjár milljónir króna til Úkraínu
30. mars 2022
Orkan afhenti Rauða krossinum í dag 3 milljónir króna sem söfnuðust á sérstökum söfnunardegi á Orkustöðvunum í mars þegar fimm krónur af hverjum lítra runnu til hjálparstarfs í Úkraínu
Allt fjármagn sem Rauði krossinn fær verður nýtt til að mæta þörfum íbúa Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning bæði í Úkraínu og nágrannalöndum en fjármagnið nær einnig yfir hjálparstarf fyrir flóttafólk á Íslandi.
„Við viljum leggja okkar af mörkum og styðja á þennan hátt við mikilvægt hjálparstarf Rauða krossins. Viðskiptavinir okkar brugðust vel við og erum við þeim afar þakklát fyrir að taka þátt í verkefninu. Við vonumst til að styrkurinn muni koma að góðum notum.” segir Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar.
„Það er gott að finna hlýhug fólks vegna ástandsins í Úkraínu og við erum mjög þakklát Orkunni og viðskiptavinum þeirra fyrir þetta mikilvæga framlag til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda og hefur þurft að flýja heimili sín. Framlög sem þessi gera okkur kleift að sinna okkar starfi, hér á landi sem og erlendis “ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.