Almennar fréttir
Þrjár milljónir króna til Úkraínu
30. mars 2022
Orkan afhenti Rauða krossinum í dag 3 milljónir króna sem söfnuðust á sérstökum söfnunardegi á Orkustöðvunum í mars þegar fimm krónur af hverjum lítra runnu til hjálparstarfs í Úkraínu
Allt fjármagn sem Rauði krossinn fær verður nýtt til að mæta þörfum íbúa Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning bæði í Úkraínu og nágrannalöndum en fjármagnið nær einnig yfir hjálparstarf fyrir flóttafólk á Íslandi.
„Við viljum leggja okkar af mörkum og styðja á þennan hátt við mikilvægt hjálparstarf Rauða krossins. Viðskiptavinir okkar brugðust vel við og erum við þeim afar þakklát fyrir að taka þátt í verkefninu. Við vonumst til að styrkurinn muni koma að góðum notum.” segir Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar.
„Það er gott að finna hlýhug fólks vegna ástandsins í Úkraínu og við erum mjög þakklát Orkunni og viðskiptavinum þeirra fyrir þetta mikilvæga framlag til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda og hefur þurft að flýja heimili sín. Framlög sem þessi gera okkur kleift að sinna okkar starfi, hér á landi sem og erlendis “ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.