Almennar fréttir
Tilnefndu skyndihjálparmann ársins 2018
17. desember 2018
Hægt er að senda inn tilnefningu í gegnum skyndihjalp.is
Vitið þið um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi á árinu 2018? Ef svo er sendu okkur ábendingu í gegnum vefinn skyndihjalp.is eða í gegnum hlekkinn neðst í fréttinni. Tilnefningar þurfa að berast Rauða krossinum eigi síðar en þann 19. janúar 2019.
Nánar um val á skyndihjálparmanni ársins
Á hverju ári velur Rauði krossinn skyndihjálparmann ársins . Þá er einstaklingi sem hefur á liðnu ári veitt skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt afhent viðurkenning við hátíðlega athöfn. Tilgangurinn með tilnefningunni er að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og veikinda.
Eftirfarandi reglur gilda um tilnefningar
· Skyndihjálparmaður ársins þarf að hafa bjargað mannslífi.
· Skyndihjálparmaður ársins þarf að hafa sýnt eftirtektaverða kunnáttu og færni í almennri skyndihjálp.
· Hjálpin sem veitt var verður að hafa leitt til betri líðan eða stöðugleika á ástandi hins slasaða eða sjúka frá þeim tíma sem slysið varð þar til fagfólk kom á vettvang.
· Skyndihjálparmaður ársins má ekki vera menntaður hjúkrunarfræðingur, læknir, sjúkraflutningamaður, bráðatæknir eða sjúkraliði.
· Skyndihjálparmaður ársins má ekki hafa unnið afrekið í starfi sínu innan öryggis- og bráðaþjónustu, það á til dæmis við um björgunarsveitarfólk, lögregluþjóna, öryggis- og sundlaugaverði.
Dómnefnd um val á Skyndihjálparmanni ársins er skipuð fulltrúum frá: Rauða krossinum, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Neyðarlínunni, Landspítala háskólasjúkrahúsi, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Hver aðili skipar einn fulltrúa nema Rauði krossinn sem skipar tvo.
Skyndihjálparmaður ársins hlýtur viðurkenningaskjal Rauða krossins, skyndihjálparbók og ávísun á skyndihjálparnámskeið allt að 16 klst.
Athugið að tilnefningar verða bornar undir vitni að atburðinum.
Hægt er að senda inn tilnefningu hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.