Almennar fréttir
Tombóla á Ísafirði
29. júlí 2019
Kristín Elma Andradóttir, Óðinn Örn Atlason, Álfheiður Björg Atladóttir, Hrafnhildur Sara Sveinbjörnsdóttir, Esja Rut Atladóttir og Iðunn Óliversdóttir héldu tombólu á Silfurtorginu á Ísafirði.
Kristín Elma Andradóttir, Óðinn Örn Atlason, Álfheiður Björg Atladóttir, Hrafnhildur Sara Sveinbjörnsdóttir, Esja Rut Atladóttir og Iðunn Óliversdóttir héldu tombólu á Silfurtorginu á Ísafirði. Þau söfnuðu saman dóti sem var til heima hjá þeim og fengu svo gefins ýmislegt sem hægt var að selja.
Afraksturinn, 3.227 kr. gáfu þau Rauða krossinum að gjöf.
Rauði krossinn þakkar þessum duglegu krökkum fyrir framlag þeirra til mannúðarmála.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.