Almennar fréttir
Tombóla í Vogum
10. desember 2020
Vinkonurnar Birna Rán og Helena Marý héldu tombólu í haust og komu peningunum til skila þrátt fyrir samkomutakmarkanir.
Þær Birna Rán Hilmarsdóttir og Helena Marý Óðinsdóttir ákváðu að snúa bökum saman og halda tombólu til styrktar Rauða krossinum í haust í Vogum. Þær stöllur söfnuðu 2.653 krónum. Vegna Covid takmarkana komu þær framlaginu ekki í hús hjá Rauða krossinum en dóu ekki ráðalausar og létu millifæra framlagið.
Þær hyggja á frekara tombóluhald næsta vor með von um að þá verði veiran á brott og að allir þori að koma á tombólu.
Á myndinni er Birna Rán til vinstri og Helena Marý til hægri.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
        Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
        Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
        „Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.