Almennar fréttir
Tombóla í Vogum
10. desember 2020
Vinkonurnar Birna Rán og Helena Marý héldu tombólu í haust og komu peningunum til skila þrátt fyrir samkomutakmarkanir.
Þær Birna Rán Hilmarsdóttir og Helena Marý Óðinsdóttir ákváðu að snúa bökum saman og halda tombólu til styrktar Rauða krossinum í haust í Vogum. Þær stöllur söfnuðu 2.653 krónum. Vegna Covid takmarkana komu þær framlaginu ekki í hús hjá Rauða krossinum en dóu ekki ráðalausar og létu millifæra framlagið.
Þær hyggja á frekara tombóluhald næsta vor með von um að þá verði veiran á brott og að allir þori að koma á tombólu.
Á myndinni er Birna Rán til vinstri og Helena Marý til hægri.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.