Almennar fréttir
Umsögn frjálsra félagasamtaka í þróunarsamvinnu um frumvarp til fjárlaga 2023
14. nóvember 2022
Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu skora á löggjafann að tryggja að Ísland nái markmiði sínu um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í þróunarsamvinnu.

Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu (ABC barnahjálp, Barnaheill, CLF á Íslandi, Hjálparstarf
Kirkjunnar, Kristniboðssambandið, Rauði krossinn á Íslandi, SOS Barnaþorp, Sól í Tógó, UNICEF á Íslandi og UN Women á Íslandi) sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0.7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir.
Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið stutt í orði markmið Sameinuðu þjóðanna en hæst hafa framlög Íslands numið 0,35% af vergum þjóðartekjum og það aðeins í fá skipti.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn félaganna um frumvarp til fjárlaga 2023, sem var afhent 11. nóvember síðastliðinn og sjá má hér að neðan.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.