Almennar fréttir
Umsögn Rauða krossins um breytingu á lögum um útlendinga
02. desember 2020
Rauði krossinn birtir umsögn sína um breytingu á lögum um útlendinga um aldursgreiningu með heildstæðu mati
Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gagnrýnt aldursgreiningar Útlendingastofnunar. Hefur þeim athugasemdum verið komið á framfæri við stofnunina, kærunefnd útlendingamála, dómsmálaráðuneytið, umboðsmann barna, Barnaverndarstofu, umboðsmann Alþingis og fjölmiðla og almenning. Þá hefur Rauði krossinn ítrekað lagt til tillögur að úrbótum með vísan til alþjóðlegra skýrslna um aldursgreiningar á fylgdarlausum börnum.
Rauði krossinn skilaði inn ítarlegri umsögn við frumvarp þetta, sem nú er endurflutt ásamt nokkrum
viðbótum, á síðasta löggjafarþingi þar sem félagið tók undir með flutningsmanni frumvarpsins hvað
varðar gagnrýni á að þær aðferðir sem beitt er hér á landi við greiningu á aldri umsækjenda um
alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði reglugerðar um útlendinga sem kveður á um að við greiningu á
aldri skuli fara fram heildstætt mat.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.