Almennar fréttir
Umsögn Rauða krossins um breytingu á lögum um útlendinga
02. desember 2020
Rauði krossinn birtir umsögn sína um breytingu á lögum um útlendinga um aldursgreiningu með heildstæðu mati
Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gagnrýnt aldursgreiningar Útlendingastofnunar. Hefur þeim athugasemdum verið komið á framfæri við stofnunina, kærunefnd útlendingamála, dómsmálaráðuneytið, umboðsmann barna, Barnaverndarstofu, umboðsmann Alþingis og fjölmiðla og almenning. Þá hefur Rauði krossinn ítrekað lagt til tillögur að úrbótum með vísan til alþjóðlegra skýrslna um aldursgreiningar á fylgdarlausum börnum.
Rauði krossinn skilaði inn ítarlegri umsögn við frumvarp þetta, sem nú er endurflutt ásamt nokkrum
viðbótum, á síðasta löggjafarþingi þar sem félagið tók undir með flutningsmanni frumvarpsins hvað
varðar gagnrýni á að þær aðferðir sem beitt er hér á landi við greiningu á aldri umsækjenda um
alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði reglugerðar um útlendinga sem kveður á um að við greiningu á
aldri skuli fara fram heildstætt mat.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.