Almennar fréttir
Umsögn Rauða krossins um breytingu á lögum um útlendinga
02. desember 2020
Rauði krossinn birtir umsögn sína um breytingu á lögum um útlendinga um aldursgreiningu með heildstæðu mati
Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gagnrýnt aldursgreiningar Útlendingastofnunar. Hefur þeim athugasemdum verið komið á framfæri við stofnunina, kærunefnd útlendingamála, dómsmálaráðuneytið, umboðsmann barna, Barnaverndarstofu, umboðsmann Alþingis og fjölmiðla og almenning. Þá hefur Rauði krossinn ítrekað lagt til tillögur að úrbótum með vísan til alþjóðlegra skýrslna um aldursgreiningar á fylgdarlausum börnum.
Rauði krossinn skilaði inn ítarlegri umsögn við frumvarp þetta, sem nú er endurflutt ásamt nokkrum
viðbótum, á síðasta löggjafarþingi þar sem félagið tók undir með flutningsmanni frumvarpsins hvað
varðar gagnrýni á að þær aðferðir sem beitt er hér á landi við greiningu á aldri umsækjenda um
alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði reglugerðar um útlendinga sem kveður á um að við greiningu á
aldri skuli fara fram heildstætt mat.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.