Almennar fréttir
Umsögn Rauða krossins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga
26. maí 2020
Rauði krossinn á Íslandi birtir hér umsögn Rauða krossins á Íslandi um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi).
\r\n
Rauði krossinn á Íslandi birtir hér umsögn Rauða krossins á Íslandi um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi).
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis við frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Er umsögn félagsins mótuð af mikilli og langri reynslu sem félagið hefur af málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttamanna.
Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við fjölmörg ákvæði frumvarpsins. Má þar helst nefna ákvæði 2. gr. um sjálfkrafa kæru og styttingu fresta til að leggja fram greinargerð vegna kæru. Þá má nefna ákvæði 5. og 6. gr. frumvarpsins sem þrengja að réttindum þeirra umsækjenda sem koma frá svokölluðum öruggum upprunaríkjum, ákvæði 8. gr. um skerðingu eða niðurfellingu þjónustu þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun og tillaga um nýtt réttarúrræði sem kallast endurtekin umsókn í 10. gr. Þá eru gerðar alvarlegar athugasemdir við ákvæði 11. gr. frumvarpsins sem skerða verulega möguleika þeirra sem hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru ríki til efnismeðferðar hér á landi. Enn fremur eru gerðar athugasemdir við tillögur frumvarpsins að breytingum sem þrengja möguleika ríkisfangslausra einstaklinga til að fá hér vernd á grundvelli ríkisfangsleysis, sbr. 13. gr. Að lokum eru gerðar athugasemdir við tillögur sem koma fram í 15., 22. og 23. gr. frumvarpsins í tengslum við hertar reglur fyrir fjölskyldusameiningum. Í því skyni er bent á að eining fjölskyldunnar (e. family unity) er grundvallarmannréttindi og fjölskyldusameining mikilvægur þáttur í árangursríkri aðlögun flóttafólks í nýjum heimkynnum.
Umsögnina má lesa hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Ylja er „eins og gott knús“
Innanlandsstarf 06. maí 2025Samfélagið á Rás 1 heimsótti neyslurýmið Ylju sem Rauði krossinn rekur og ræddi við starfsfólk og konu sem nýtir sér þjónustuna sem þar býðst. Þátturinn gefur einstaklega góða innsýn í starfsemi Ylju og um gagnsemi úrræðisins.

Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza
Alþjóðastarf 02. maí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“