Almennar fréttir
Umsögn Rauða krossins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga
06. október 2023
Síðastliðinn fimmtudag skilaði Rauði krossinn á Íslandi inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga.

Rauði krossinn á Íslandi stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga og vinnur að málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks í samvinnu við stjórnvöld og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Frá árinu 2014 hefur Rauði krossinn á Íslandi sinnt umfangsmikilli þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd á grundvelli samninga við stjórnvöld, sem og við fólk með vernd í enn lengri tíma. Er eftirfarandi umsögn Rauða krossins fyrst og fremst mótuð af því hlutverki og hagsmunagæslu hreyfingarinnar fyrir viðkvæma hópa s.s. flóttafólk og farendur, til viðbótar við þá miklu og löngu reynslu sem félagið hefur af málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks.
Við yfirferð frumvarpsins hefur Rauði krossinn haft til hliðsjónar grundvallarmarkmið hreyfingarinnar um mannúð, óhlutdrægni og hlutleysi sem og stefnu Alþjóðahreyfingar Rauða krossins í málefnum sem tengjast flóttafólki, umsækjendum um alþjóðlega vernd og alþjóðlegum fólksflutningum.
Umsögnina má nálgast hér að neðan.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.