Almennar fréttir
Umsögn Rauða krossins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga
06. október 2023
Síðastliðinn fimmtudag skilaði Rauði krossinn á Íslandi inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga.
Rauði krossinn á Íslandi stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga og vinnur að málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks í samvinnu við stjórnvöld og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Frá árinu 2014 hefur Rauði krossinn á Íslandi sinnt umfangsmikilli þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd á grundvelli samninga við stjórnvöld, sem og við fólk með vernd í enn lengri tíma. Er eftirfarandi umsögn Rauða krossins fyrst og fremst mótuð af því hlutverki og hagsmunagæslu hreyfingarinnar fyrir viðkvæma hópa s.s. flóttafólk og farendur, til viðbótar við þá miklu og löngu reynslu sem félagið hefur af málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks.
Við yfirferð frumvarpsins hefur Rauði krossinn haft til hliðsjónar grundvallarmarkmið hreyfingarinnar um mannúð, óhlutdrægni og hlutleysi sem og stefnu Alþjóðahreyfingar Rauða krossins í málefnum sem tengjast flóttafólki, umsækjendum um alþjóðlega vernd og alþjóðlegum fólksflutningum.
Umsögnina má nálgast hér að neðan.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.