Almennar fréttir
Umsögn Rauða krossins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga
06. október 2023
Síðastliðinn fimmtudag skilaði Rauði krossinn á Íslandi inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga.

Rauði krossinn á Íslandi stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga og vinnur að málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks í samvinnu við stjórnvöld og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Frá árinu 2014 hefur Rauði krossinn á Íslandi sinnt umfangsmikilli þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd á grundvelli samninga við stjórnvöld, sem og við fólk með vernd í enn lengri tíma. Er eftirfarandi umsögn Rauða krossins fyrst og fremst mótuð af því hlutverki og hagsmunagæslu hreyfingarinnar fyrir viðkvæma hópa s.s. flóttafólk og farendur, til viðbótar við þá miklu og löngu reynslu sem félagið hefur af málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks.
Við yfirferð frumvarpsins hefur Rauði krossinn haft til hliðsjónar grundvallarmarkmið hreyfingarinnar um mannúð, óhlutdrægni og hlutleysi sem og stefnu Alþjóðahreyfingar Rauða krossins í málefnum sem tengjast flóttafólki, umsækjendum um alþjóðlega vernd og alþjóðlegum fólksflutningum.
Umsögnina má nálgast hér að neðan.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.