Almennar fréttir
Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
19. apríl 2021
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024.
Í drögunum segir að í framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda séu kynntar aðgerðir sem endurspegla meginmarkmið laga um málefni innflytjenda nr. 116/2012 um að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Rauði krossinn fagnar tillögu að nýrri áætlun enda lætur félagið sig aðstæður innflytjenda og flóttafólks varða og hefur áratugum saman gætt hagsmuna þeirra. Félagið hefur lengi talað fyrir jafnræði, jöfnu aðgengi og tækifærum allra innflytjenda á Íslandi, ekki síst flóttafólks, og nauðsyn þess að fjölmenning sé viðurkennd á borði sem í orði.
Tillagan endurspeglar að við sem samfélag þokumst fram á við og að þekking samfélagsins á sérstökum
aðstæðum og þörfum innflytjenda og flóttafólks fer vaxandi. Rauði krossinn vill leggja sitt að mörkum
til að styrkja tillöguna enn frekar með umsögn sinni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.