Almennar fréttir
Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
19. apríl 2021
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024.
Í drögunum segir að í framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda séu kynntar aðgerðir sem endurspegla meginmarkmið laga um málefni innflytjenda nr. 116/2012 um að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Rauði krossinn fagnar tillögu að nýrri áætlun enda lætur félagið sig aðstæður innflytjenda og flóttafólks varða og hefur áratugum saman gætt hagsmuna þeirra. Félagið hefur lengi talað fyrir jafnræði, jöfnu aðgengi og tækifærum allra innflytjenda á Íslandi, ekki síst flóttafólks, og nauðsyn þess að fjölmenning sé viðurkennd á borði sem í orði.
Tillagan endurspeglar að við sem samfélag þokumst fram á við og að þekking samfélagsins á sérstökum
aðstæðum og þörfum innflytjenda og flóttafólks fer vaxandi. Rauði krossinn vill leggja sitt að mörkum
til að styrkja tillöguna enn frekar með umsögn sinni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.