Almennar fréttir
Umsögn um frumvarp um útlendingamál
08. apríl 2021
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi)
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga var lagt fram á 149. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Frumvarpið var endurflutt á 150. löggjafarþingi. Það frumvarp náði ekki heldur fram að ganga og er nú endurflutt öðru sinni. Rauði krossinn skilaði inn ítarlegri umsögn 26. maí 2020 við frumvarpið þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við fjölmörg ákvæði þess og er vísað í þær athugasemdir sem enn standa.
Má þar helst nefna ákvæði um sjálfkrafa kæru og styttingu fresta til að leggja fram greinargerð vegna kæru. Þá má nefna ákvæði frumvarpsins sem þrengja að réttindum þeirra umsækjenda sem koma frá svokölluðum öruggum upprunaríkjum, ákvæði um skerðingu eða niðurfellingu þjónustu þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun og tillaga um nýtt réttarúrræði sem kallast endurtekin umsókn. Þá eru gerðar alvarlegar athugasemdir við ákvæði 12. gr. frumvarpsins sem skerða verulega möguleika þeirra sem hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru ríki til verndar hér á landi. Enn fremur eru gerðar athugasemdir við tillögur frumvarpsins að breytingum sem þrengja möguleika ríkisfangslausra einstaklinga til að fá hér vernd á grundvelli ríkisfangsleysis. Umsögnina frá 2020 má lesa hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.