Almennar fréttir
Umsögn um frumvarp um útlendingamál
08. apríl 2021
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi)
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga var lagt fram á 149. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Frumvarpið var endurflutt á 150. löggjafarþingi. Það frumvarp náði ekki heldur fram að ganga og er nú endurflutt öðru sinni. Rauði krossinn skilaði inn ítarlegri umsögn 26. maí 2020 við frumvarpið þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við fjölmörg ákvæði þess og er vísað í þær athugasemdir sem enn standa.
Má þar helst nefna ákvæði um sjálfkrafa kæru og styttingu fresta til að leggja fram greinargerð vegna kæru. Þá má nefna ákvæði frumvarpsins sem þrengja að réttindum þeirra umsækjenda sem koma frá svokölluðum öruggum upprunaríkjum, ákvæði um skerðingu eða niðurfellingu þjónustu þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun og tillaga um nýtt réttarúrræði sem kallast endurtekin umsókn. Þá eru gerðar alvarlegar athugasemdir við ákvæði 12. gr. frumvarpsins sem skerða verulega möguleika þeirra sem hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru ríki til verndar hér á landi. Enn fremur eru gerðar athugasemdir við tillögur frumvarpsins að breytingum sem þrengja möguleika ríkisfangslausra einstaklinga til að fá hér vernd á grundvelli ríkisfangsleysis. Umsögnina frá 2020 má lesa hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.