Almennar fréttir
Umsögn um frumvarp um útlendingamál
08. apríl 2021
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi)
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga var lagt fram á 149. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Frumvarpið var endurflutt á 150. löggjafarþingi. Það frumvarp náði ekki heldur fram að ganga og er nú endurflutt öðru sinni. Rauði krossinn skilaði inn ítarlegri umsögn 26. maí 2020 við frumvarpið þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við fjölmörg ákvæði þess og er vísað í þær athugasemdir sem enn standa.
Má þar helst nefna ákvæði um sjálfkrafa kæru og styttingu fresta til að leggja fram greinargerð vegna kæru. Þá má nefna ákvæði frumvarpsins sem þrengja að réttindum þeirra umsækjenda sem koma frá svokölluðum öruggum upprunaríkjum, ákvæði um skerðingu eða niðurfellingu þjónustu þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun og tillaga um nýtt réttarúrræði sem kallast endurtekin umsókn. Þá eru gerðar alvarlegar athugasemdir við ákvæði 12. gr. frumvarpsins sem skerða verulega möguleika þeirra sem hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru ríki til verndar hér á landi. Enn fremur eru gerðar athugasemdir við tillögur frumvarpsins að breytingum sem þrengja möguleika ríkisfangslausra einstaklinga til að fá hér vernd á grundvelli ríkisfangsleysis. Umsögnina frá 2020 má lesa hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.

Vertu klár á táknmáli
Innanlandsstarf 09. maí 2025Auglýsingar í hinni vinsælu vitundarvakningu Rauða krossins 3dagar.is, þar sem fólk er hvatt til að undirbúa sig fyrir neyðarástand, eru nú líka á táknmáli.

Mannúðarstarfsfólk orðið skotmörk
Alþjóðastarf 08. maí 2025„Hver einasta árás á mannúðarstarfsmann er árás á samfélagið sem hann þjónaði,“ segja forsetar alþjóðasambands og alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Forsetarnir segja að alþjóðasamfélagið geti ekki haldið áfram að líta fram hjá því er lög sem gilda í stríði eru hundsuð og mannúðarstarfsmenn markvisst orðnir skotmörk.