Almennar fréttir
Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni
29. apríl 2021
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta), þingskjal 1193, 714. mál.
Rauði krossinn fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi lagt fram frumvarp um afglæpavæðingu á kaupum og vörslu neysluskammta og styður þær breytingar á löggjöfinni sem þar eru lagðar fram. Rauði krossinn styður þá stefnu að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í íslensku samfélagi í heilbrigðiskerfinu fremur en í dómskerfinu.
Þá fagnar Rauði krossinn því að við gerð reglugerðar um skilgreiningu á stærð neysluskammta skuli vera haft samráð við notendur svo rammi verði myndaður sem sé í samræmi við aðstæður á Íslandi. Í ljósi þeirra ráðagerða að setja á laggirnar notendasamráð, þar sem fulltrúar velferðarþjónustu, lögreglunnar, ráðuneytis heilbrigðismála og frjálsra félagasamtaka skulu eiga sæti, vill félagið ítreka mikilvægi þess að fá notendur að borðinu en ekki einungis málsvara þeirra í formi frjálsra félagasamtaka þar sem engin eiginleg notendasamtök er að finna hérlendis.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.