Almennar fréttir
Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni
29. apríl 2021
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta), þingskjal 1193, 714. mál.
Rauði krossinn fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi lagt fram frumvarp um afglæpavæðingu á kaupum og vörslu neysluskammta og styður þær breytingar á löggjöfinni sem þar eru lagðar fram. Rauði krossinn styður þá stefnu að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í íslensku samfélagi í heilbrigðiskerfinu fremur en í dómskerfinu.
Þá fagnar Rauði krossinn því að við gerð reglugerðar um skilgreiningu á stærð neysluskammta skuli vera haft samráð við notendur svo rammi verði myndaður sem sé í samræmi við aðstæður á Íslandi. Í ljósi þeirra ráðagerða að setja á laggirnar notendasamráð, þar sem fulltrúar velferðarþjónustu, lögreglunnar, ráðuneytis heilbrigðismála og frjálsra félagasamtaka skulu eiga sæti, vill félagið ítreka mikilvægi þess að fá notendur að borðinu en ekki einungis málsvara þeirra í formi frjálsra félagasamtaka þar sem engin eiginleg notendasamtök er að finna hérlendis.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.