Almennar fréttir
Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni
29. apríl 2021
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta), þingskjal 1193, 714. mál.
Rauði krossinn fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi lagt fram frumvarp um afglæpavæðingu á kaupum og vörslu neysluskammta og styður þær breytingar á löggjöfinni sem þar eru lagðar fram. Rauði krossinn styður þá stefnu að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í íslensku samfélagi í heilbrigðiskerfinu fremur en í dómskerfinu.
Þá fagnar Rauði krossinn því að við gerð reglugerðar um skilgreiningu á stærð neysluskammta skuli vera haft samráð við notendur svo rammi verði myndaður sem sé í samræmi við aðstæður á Íslandi. Í ljósi þeirra ráðagerða að setja á laggirnar notendasamráð, þar sem fulltrúar velferðarþjónustu, lögreglunnar, ráðuneytis heilbrigðismála og frjálsra félagasamtaka skulu eiga sæti, vill félagið ítreka mikilvægi þess að fá notendur að borðinu en ekki einungis málsvara þeirra í formi frjálsra félagasamtaka þar sem engin eiginleg notendasamtök er að finna hérlendis.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.