Almennar fréttir
Vefnámskeið í skyndihjálp
12. september 2019
Ókeypis vefnámskeið í skyndihjálp er gott bæði fyrir þau sem aldrei hafa lært skyndihjálp og til upprifjunar.
Rauði krossinn býður landsmönnum upp á ókeypis vefnámskeið í skyndihjálp.
Námskeiðið er mjög hentugt t.d. fyrir fyrirtæki sem vilja ekki missa starfsfólk sitt á námskeið hálfan dag. Hver og einn getur tekið námskeiðið á sínum hraða og farið síðan á verklegt námskeið sem tekur skemmri tíma. Þá er þetta hentugt til að rifja upp. Allir ættu að endurmennta sig í skyndihjálp a.m.k. á tveggja ára fresti.
Ekki bíða lengur - byrjaðu strax í dag!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.
Jólamerkimiðar Rauða krossins komnir út
Almennar fréttir 27. nóvember 2025Verkefni Rauða krossins á Íslandi í heila öld eru þemað á fallegum myndum sem prýða jólamerkimiða félagsins í ár. Miðunum hefur þegar verið dreift inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og þá verður hægt að nálgast víða um landið á næstu dögum.