Almennar fréttir
Útkall á Keflavíkurflugvelli
26. júlí 2022
Viðbragðshópur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu var kallaður út í gær vegna flugvélar á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum en var snúið við yfir Grænlandi vegna sprengjuhótunar. Þegar vélin lenti í Keflavík var hún rýmd og allir farþegar fluttir á lokað svæði á flugvellinum. Um borð í vélinni voru 266 farþegar.
Viðbragðshópur Rauða krossins lagði af stað frá höfuðborgarsvæðinu um kl 19:00 í gærkveldi áleiðis til Keflavíkurflugvallar. Einnig mætti viðbragshópur Rauða krossins á Suðurnesjum.
Rauði krossinn sinnti verkefnum í flugstöðinni í u.þ.b. fimm klukkustundir, veitti farþegum sálrænan stuðning, aðstoðaði við matarúthlutanir og upplýsingagjöf til farþega. Á mynd sem fylgir fréttinni má sjá hluta af viðbragðshópi Rauða krossins er sinnti verkefnum í flugstöðinni. Frá vinstri eru þær Elva Hlín, Erna María, Silja Dögg, Guðbjörg María, Anna Sigríður og Bergþóra Halla.
Rauði krossinn vill nota tækifærið og þakka öllum Mannvinum Rauða krossins fyrir stuðninginn. Stuðningur Mannvina gerir starf viðbragðshópa okkar mögulegt.
Hægt er að gerast Mannvinur hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.