Almennar fréttir
Útkall á Keflavíkurflugvelli
26. júlí 2022
Viðbragðshópur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu var kallaður út í gær vegna flugvélar á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum en var snúið við yfir Grænlandi vegna sprengjuhótunar. Þegar vélin lenti í Keflavík var hún rýmd og allir farþegar fluttir á lokað svæði á flugvellinum. Um borð í vélinni voru 266 farþegar.
Viðbragðshópur Rauða krossins lagði af stað frá höfuðborgarsvæðinu um kl 19:00 í gærkveldi áleiðis til Keflavíkurflugvallar. Einnig mætti viðbragshópur Rauða krossins á Suðurnesjum.
Rauði krossinn sinnti verkefnum í flugstöðinni í u.þ.b. fimm klukkustundir, veitti farþegum sálrænan stuðning, aðstoðaði við matarúthlutanir og upplýsingagjöf til farþega. Á mynd sem fylgir fréttinni má sjá hluta af viðbragðshópi Rauða krossins er sinnti verkefnum í flugstöðinni. Frá vinstri eru þær Elva Hlín, Erna María, Silja Dögg, Guðbjörg María, Anna Sigríður og Bergþóra Halla.
Rauði krossinn vill nota tækifærið og þakka öllum Mannvinum Rauða krossins fyrir stuðninginn. Stuðningur Mannvina gerir starf viðbragðshópa okkar mögulegt.
Hægt er að gerast Mannvinur hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.