Almennar fréttir
Vilt þú gefa gjöf til góðra verka í jólagjöf?
11. desember 2020
Við kynnum áhaldapakka Frú Ragnheiðar, samtal til Hjálparsímans 1717 og stuðning við sjálfboðaliða í Sómalíu.
Rauði krossinn kynnir þrjár nýjar rafrænar gjafir sem eru tilvaldar í jólapakkann.
Hægt er að kaupa rafræna gjöf og senda beint í tölvupósti til þess sem á að fá hana eða senda sjálfum sér í tölvupósti, prenta út og afhenda.
Áhaldapakki Frú Ragnheiðar inniheldur áhaldakassa fyrir fimm einstaklinga sem innihalda sprautur, nálar, sótthreinsiklúta, skeiðar, nálabox og smokka. Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar sjá um að koma áhöldunum til þeirra sem á þurfa að halda.
Samtal við Hjálparsímann 1717 er stuðningur við verkefnið, en mikið hefur mætt á Hjálparsímanum 1717 þetta árið og mikil aukning í fjölda samtala. Það kostar ekkert að hringja í Hjálparsímann 1717 og því stuðningur við verkefnið mikilvægur.
Stuðningur við sjálfboðalia í Sómalíu er afskaplega mikilvægur, ekki síst nú á tímum Covid-19. Sjálfboðaliðar fræða fólk um sjúkdóminn og hvernig megi verja sig fyrir honum. Stuðningur við þá fræðslu er afskapalega mikilvægur.
Þá er einnig hægt að versla fjölnota dömubindi, skólabúning og skó auk fleiri gjafa á verslun.raudikrossinn.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Ylja er „eins og gott knús“
Innanlandsstarf 06. maí 2025Samfélagið á Rás 1 heimsótti neyslurýmið Ylju sem Rauði krossinn rekur og ræddi við starfsfólk og konu sem nýtir sér þjónustuna sem þar býðst. Þátturinn gefur einstaklega góða innsýn í starfsemi Ylju og um gagnsemi úrræðisins.

Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza
Alþjóðastarf 02. maí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“