Almennar fréttir
Vilt þú gefa gjöf til góðra verka í jólagjöf?
11. desember 2020
Við kynnum áhaldapakka Frú Ragnheiðar, samtal til Hjálparsímans 1717 og stuðning við sjálfboðaliða í Sómalíu.
Rauði krossinn kynnir þrjár nýjar rafrænar gjafir sem eru tilvaldar í jólapakkann.
Hægt er að kaupa rafræna gjöf og senda beint í tölvupósti til þess sem á að fá hana eða senda sjálfum sér í tölvupósti, prenta út og afhenda.
Áhaldapakki Frú Ragnheiðar inniheldur áhaldakassa fyrir fimm einstaklinga sem innihalda sprautur, nálar, sótthreinsiklúta, skeiðar, nálabox og smokka. Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar sjá um að koma áhöldunum til þeirra sem á þurfa að halda.
Samtal við Hjálparsímann 1717 er stuðningur við verkefnið, en mikið hefur mætt á Hjálparsímanum 1717 þetta árið og mikil aukning í fjölda samtala. Það kostar ekkert að hringja í Hjálparsímann 1717 og því stuðningur við verkefnið mikilvægur.
Stuðningur við sjálfboðalia í Sómalíu er afskaplega mikilvægur, ekki síst nú á tímum Covid-19. Sjálfboðaliðar fræða fólk um sjúkdóminn og hvernig megi verja sig fyrir honum. Stuðningur við þá fræðslu er afskapalega mikilvægur.
Þá er einnig hægt að versla fjölnota dömubindi, skólabúning og skó auk fleiri gjafa á verslun.raudikrossinn.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.