Almennar fréttir
Vilt þú gefa gjöf til góðra verka í jólagjöf?
11. desember 2020
Við kynnum áhaldapakka Frú Ragnheiðar, samtal til Hjálparsímans 1717 og stuðning við sjálfboðaliða í Sómalíu.
Rauði krossinn kynnir þrjár nýjar rafrænar gjafir sem eru tilvaldar í jólapakkann.
Hægt er að kaupa rafræna gjöf og senda beint í tölvupósti til þess sem á að fá hana eða senda sjálfum sér í tölvupósti, prenta út og afhenda.
Áhaldapakki Frú Ragnheiðar inniheldur áhaldakassa fyrir fimm einstaklinga sem innihalda sprautur, nálar, sótthreinsiklúta, skeiðar, nálabox og smokka. Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar sjá um að koma áhöldunum til þeirra sem á þurfa að halda.
Samtal við Hjálparsímann 1717 er stuðningur við verkefnið, en mikið hefur mætt á Hjálparsímanum 1717 þetta árið og mikil aukning í fjölda samtala. Það kostar ekkert að hringja í Hjálparsímann 1717 og því stuðningur við verkefnið mikilvægur.
Stuðningur við sjálfboðalia í Sómalíu er afskaplega mikilvægur, ekki síst nú á tímum Covid-19. Sjálfboðaliðar fræða fólk um sjúkdóminn og hvernig megi verja sig fyrir honum. Stuðningur við þá fræðslu er afskapalega mikilvægur.
Þá er einnig hægt að versla fjölnota dömubindi, skólabúning og skó auk fleiri gjafa á verslun.raudikrossinn.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“