Almennar fréttir
Vilt þú gefa gjöf til góðra verka í jólagjöf?
11. desember 2020
Við kynnum áhaldapakka Frú Ragnheiðar, samtal til Hjálparsímans 1717 og stuðning við sjálfboðaliða í Sómalíu.
Rauði krossinn kynnir þrjár nýjar rafrænar gjafir sem eru tilvaldar í jólapakkann.
Hægt er að kaupa rafræna gjöf og senda beint í tölvupósti til þess sem á að fá hana eða senda sjálfum sér í tölvupósti, prenta út og afhenda.
Áhaldapakki Frú Ragnheiðar inniheldur áhaldakassa fyrir fimm einstaklinga sem innihalda sprautur, nálar, sótthreinsiklúta, skeiðar, nálabox og smokka. Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar sjá um að koma áhöldunum til þeirra sem á þurfa að halda.
Samtal við Hjálparsímann 1717 er stuðningur við verkefnið, en mikið hefur mætt á Hjálparsímanum 1717 þetta árið og mikil aukning í fjölda samtala. Það kostar ekkert að hringja í Hjálparsímann 1717 og því stuðningur við verkefnið mikilvægur.
Stuðningur við sjálfboðalia í Sómalíu er afskaplega mikilvægur, ekki síst nú á tímum Covid-19. Sjálfboðaliðar fræða fólk um sjúkdóminn og hvernig megi verja sig fyrir honum. Stuðningur við þá fræðslu er afskapalega mikilvægur.
Þá er einnig hægt að versla fjölnota dömubindi, skólabúning og skó auk fleiri gjafa á verslun.raudikrossinn.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.