Almennar fréttir
Vilt þú styðja við flóttafólk á Íslandi?
29. janúar 2021
Rauði krossinn bíður upp á námskeið þar sem þú færð verkfæri og upplýsingar til þess að hefja gefandi sjálfboðaliðastarf
Vilt þú láta gott af þér leiða á nýju ári? Vilt þú styðja við einstakling eða fjölskyldu með alþjóðlega vernd með því að verða vinur, æfa íslensku með þeim eða aðstoða við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika?
Rauði krossinn býður upp á námskeið þar sem þú færð verkfæri og upplýsingar til þess að hefja sjálfboðaliðastarf þitt í verkefnunum Tölum saman, Leiðsöguvinir og/eða Opið hús.
Í verkefninu Tölum saman hittast flóttafólk og Íslendingar til þess að æfa íslensku saman og í verkefninu Leiðsöguvinir hittast flóttafólk og Íslendingar til að kynnast hvort öðru betur. Opið hús er haldið tvisvar í viku og er ætlað einstaklingum sem fengið hafa stöðu flóttafólks hér á landi sem og öðrum innflytjendum. Sjálfboðaliðar í Opnu húsi veita stuðning og aðstoð varðandi ýmis úrlausnarefni. Lesa má nánar um verkefnin hér.
- Skráning á námskeið 11. febrúar frá 18.00-21.30 í gegnum zoom. Kennt verður á ensku.
- Skráning á námskeið 17. mars frá 18:00-21:30 í Efstaleiti 9, 103 Reykjavík. Kennt verður á ensku.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.