Almennar fréttir
Vilt þú styðja við flóttafólk á Íslandi?
29. janúar 2021
Rauði krossinn bíður upp á námskeið þar sem þú færð verkfæri og upplýsingar til þess að hefja gefandi sjálfboðaliðastarf
Vilt þú láta gott af þér leiða á nýju ári? Vilt þú styðja við einstakling eða fjölskyldu með alþjóðlega vernd með því að verða vinur, æfa íslensku með þeim eða aðstoða við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika?
Rauði krossinn býður upp á námskeið þar sem þú færð verkfæri og upplýsingar til þess að hefja sjálfboðaliðastarf þitt í verkefnunum Tölum saman, Leiðsöguvinir og/eða Opið hús.
Í verkefninu Tölum saman hittast flóttafólk og Íslendingar til þess að æfa íslensku saman og í verkefninu Leiðsöguvinir hittast flóttafólk og Íslendingar til að kynnast hvort öðru betur. Opið hús er haldið tvisvar í viku og er ætlað einstaklingum sem fengið hafa stöðu flóttafólks hér á landi sem og öðrum innflytjendum. Sjálfboðaliðar í Opnu húsi veita stuðning og aðstoð varðandi ýmis úrlausnarefni. Lesa má nánar um verkefnin hér.
- Skráning á námskeið 11. febrúar frá 18.00-21.30 í gegnum zoom. Kennt verður á ensku.
- Skráning á námskeið 17. mars frá 18:00-21:30 í Efstaleiti 9, 103 Reykjavík. Kennt verður á ensku.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.