Almennar fréttir
Vilt þú styðja við flóttafólk á Íslandi?
29. janúar 2021
Rauði krossinn bíður upp á námskeið þar sem þú færð verkfæri og upplýsingar til þess að hefja gefandi sjálfboðaliðastarf
Vilt þú láta gott af þér leiða á nýju ári? Vilt þú styðja við einstakling eða fjölskyldu með alþjóðlega vernd með því að verða vinur, æfa íslensku með þeim eða aðstoða við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika?
Rauði krossinn býður upp á námskeið þar sem þú færð verkfæri og upplýsingar til þess að hefja sjálfboðaliðastarf þitt í verkefnunum Tölum saman, Leiðsöguvinir og/eða Opið hús.
Í verkefninu Tölum saman hittast flóttafólk og Íslendingar til þess að æfa íslensku saman og í verkefninu Leiðsöguvinir hittast flóttafólk og Íslendingar til að kynnast hvort öðru betur. Opið hús er haldið tvisvar í viku og er ætlað einstaklingum sem fengið hafa stöðu flóttafólks hér á landi sem og öðrum innflytjendum. Sjálfboðaliðar í Opnu húsi veita stuðning og aðstoð varðandi ýmis úrlausnarefni. Lesa má nánar um verkefnin hér.
- Skráning á námskeið 11. febrúar frá 18.00-21.30 í gegnum zoom. Kennt verður á ensku.
- Skráning á námskeið 17. mars frá 18:00-21:30 í Efstaleiti 9, 103 Reykjavík. Kennt verður á ensku.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.