Almennar fréttir
Vilt þú vera sjálfboðaliði í fatabúðum Rauða krossins?
22. júlí 2019
Rauði krossinn leitar að sjálfboðaliðum til starfa í fatabúðum á höfuðborgarsvæðinu.
Rauði krossinn leitar að sjálfboðaliðum til starfa í fatabúðum á höfuðborgarsvæðinu.
Fatabúðirnar eru á eftirfarandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu:
Reykjavík
Laugavegur 12
Laugavegur 116 (við Hlemm)
Skólavörðustígur 12
Mjóddinni
Hafnarfjörður
Strandgata 24
Vinnutími er umsemjanlegur.
Bent er sérstaklega á að það getur verið einstaklega gaman fyrir vini að sitja vakt í fatabúðunum.
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig hér og skrifa Fatabúðir í athugasemdir.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.