Almennar fréttir
Vilt þú verða leiðbeinandi í skyndihjálp?
14. október 2024
Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í Skyndihjálp dagana 5. - 8. mars 2025.

Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á að þjálfa þátttakendur í að kenna skyndihjálp. Þeir sem sækja námskeiðið þurfa því að hafa góða skyndihjálparþekkingu til að byggja á, auk menntunar eða starfsreynslu sem nýtist. Einstaklingar á landsbyggðinni eru hvattir til að sækja um og einnig einstaklingar sem tala þriðja tungumálið.
Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðinu er tveggja ára samstarfssamningur við Rauða krossins. Skuldbindingin nemur að lágmarki fjórum námskeiðum á ári (2 – 4 klst námskeið) og er greitt samkvæmt gildandi verðskrá Rauða krossins.
Fyrirkomulag námskeiðsins
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu, leikni og hæfni í hlutverki sínu, skyldum og ábyrgð sem leiðbeinandi í skyndihjálp.
Forkröfur
Til þess að fá að sitja leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp þarf:
- Umsókn að vera samþykkt og námskeiðsgjald greitt
- Að hafa lesið undirbúningsefni námskeiðsins
Lengd námskeiðs
- Undirbúningur á netinu: 10-12 klst
- Leiðbeinendanámskeið: 32 klst
- Hæfnismat: 6 klst (undirbúningur 2 klst og skyndihjálparnámskeið 4 klst)
Hámarksfjöldi
30 – 35 þátttakendur
Námskeiðsgjald
Námskeiðsgjald er 250.000 krónur, kennslugögn og veitingar eru innifalin.
Tekið verður við umsóknum frá 10 október 2024 – 19 janúar 2025
Umsóknum verður svarað fyrir 23. Janúar 2025
Frekari upplýsingar veitir Hildur Vattnes, sérfræðingur í skyndihjálp Rauða krossins:
hildurvk@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.