Almennar fréttir
Vilt þú verða leiðbeinandi í skyndihjálp?
14. október 2024
Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í Skyndihjálp dagana 5. - 8. mars 2025.

Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á að þjálfa þátttakendur í að kenna skyndihjálp. Þeir sem sækja námskeiðið þurfa því að hafa góða skyndihjálparþekkingu til að byggja á, auk menntunar eða starfsreynslu sem nýtist. Einstaklingar á landsbyggðinni eru hvattir til að sækja um og einnig einstaklingar sem tala þriðja tungumálið.
Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðinu er tveggja ára samstarfssamningur við Rauða krossins. Skuldbindingin nemur að lágmarki fjórum námskeiðum á ári (2 – 4 klst námskeið) og er greitt samkvæmt gildandi verðskrá Rauða krossins.
Fyrirkomulag námskeiðsins
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu, leikni og hæfni í hlutverki sínu, skyldum og ábyrgð sem leiðbeinandi í skyndihjálp.
Forkröfur
Til þess að fá að sitja leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp þarf:
- Umsókn að vera samþykkt og námskeiðsgjald greitt
- Að hafa lesið undirbúningsefni námskeiðsins
Lengd námskeiðs
- Undirbúningur á netinu: 10-12 klst
- Leiðbeinendanámskeið: 32 klst
- Hæfnismat: 6 klst (undirbúningur 2 klst og skyndihjálparnámskeið 4 klst)
Hámarksfjöldi
30 – 35 þátttakendur
Námskeiðsgjald
Námskeiðsgjald er 250.000 krónur, kennslugögn og veitingar eru innifalin.
Tekið verður við umsóknum frá 10 október 2024 – 19 janúar 2025
Umsóknum verður svarað fyrir 23. Janúar 2025
Frekari upplýsingar veitir Hildur Vattnes, sérfræðingur í skyndihjálp Rauða krossins:
hildurvk@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.