Almennar fréttir
Vilt þú verða leiðbeinandi í skyndihjálp?
14. október 2024
Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í Skyndihjálp dagana 5. - 8. mars 2025.

Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á að þjálfa þátttakendur í að kenna skyndihjálp. Þeir sem sækja námskeiðið þurfa því að hafa góða skyndihjálparþekkingu til að byggja á, auk menntunar eða starfsreynslu sem nýtist. Einstaklingar á landsbyggðinni eru hvattir til að sækja um og einnig einstaklingar sem tala þriðja tungumálið.
Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðinu er tveggja ára samstarfssamningur við Rauða krossins. Skuldbindingin nemur að lágmarki fjórum námskeiðum á ári (2 – 4 klst námskeið) og er greitt samkvæmt gildandi verðskrá Rauða krossins.
Fyrirkomulag námskeiðsins
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu, leikni og hæfni í hlutverki sínu, skyldum og ábyrgð sem leiðbeinandi í skyndihjálp.
Forkröfur
Til þess að fá að sitja leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp þarf:
- Umsókn að vera samþykkt og námskeiðsgjald greitt
- Að hafa lesið undirbúningsefni námskeiðsins
Lengd námskeiðs
- Undirbúningur á netinu: 10-12 klst
- Leiðbeinendanámskeið: 32 klst
- Hæfnismat: 6 klst (undirbúningur 2 klst og skyndihjálparnámskeið 4 klst)
Hámarksfjöldi
30 – 35 þátttakendur
Námskeiðsgjald
Námskeiðsgjald er 250.000 krónur, kennslugögn og veitingar eru innifalin.
Tekið verður við umsóknum frá 10 október 2024 – 19 janúar 2025
Umsóknum verður svarað fyrir 23. Janúar 2025
Frekari upplýsingar veitir Hildur Vattnes, sérfræðingur í skyndihjálp Rauða krossins:
hildurvk@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þörf á tafarlausum pólitískum aðgerðum
Alþjóðastarf 18. september 2025„Öll ríki verða að leggja sín þyngstu lóð á vogarskálarnar svo koma megi á vopnahléi strax,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi um ástandið á Gaza. „Við höfum ekki lengri tíma. Þetta er lokaviðvörun til stjórnvalda. Núna verður að bregðast við.“

Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.