Almennar fréttir
Vilt þú verða leiðbeinandi í skyndihjálp?
14. október 2024
Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í Skyndihjálp dagana 5. - 8. mars 2025.
Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á að þjálfa þátttakendur í að kenna skyndihjálp. Þeir sem sækja námskeiðið þurfa því að hafa góða skyndihjálparþekkingu til að byggja á, auk menntunar eða starfsreynslu sem nýtist. Einstaklingar á landsbyggðinni eru hvattir til að sækja um og einnig einstaklingar sem tala þriðja tungumálið.
Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðinu er tveggja ára samstarfssamningur við Rauða krossins. Skuldbindingin nemur að lágmarki fjórum námskeiðum á ári (2 – 4 klst námskeið) og er greitt samkvæmt gildandi verðskrá Rauða krossins.
Fyrirkomulag námskeiðsins
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu, leikni og hæfni í hlutverki sínu, skyldum og ábyrgð sem leiðbeinandi í skyndihjálp.
Forkröfur
Til þess að fá að sitja leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp þarf:
- Umsókn að vera samþykkt og námskeiðsgjald greitt
- Að hafa lesið undirbúningsefni námskeiðsins
Lengd námskeiðs
- Undirbúningur á netinu: 10-12 klst
- Leiðbeinendanámskeið: 32 klst
- Hæfnismat: 6 klst (undirbúningur 2 klst og skyndihjálparnámskeið 4 klst)
Hámarksfjöldi
30 – 35 þátttakendur
Námskeiðsgjald
Námskeiðsgjald er 250.000 krónur, kennslugögn og veitingar eru innifalin.
Tekið verður við umsóknum frá 10 október 2024 – 19 janúar 2025
Umsóknum verður svarað fyrir 23. Janúar 2025
Frekari upplýsingar veitir Hildur Vattnes, sérfræðingur í skyndihjálp Rauða krossins:
hildurvk@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Snorrason, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.