Almennar fréttir
Vinaverkefnin fá styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu
19. apríl 2022
Vinaverkefni Rauða krossins og verkefnið Aðstoð eftir afplánun tók við veglegum styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinum á föstudaginn. Styrkurinn mun nýtast vel í okkar starfi.

Vinaverkefni Rauða krossins snúast um að koma í veg fyrir félagslega einangrun og hlutverk sjálfboðaliða er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.
Styrkveitingin fór fram á Hilton hótelinu og Guðmundur Ingi félags- og vinnumarkaðsráðherra sá um athöfnina og tók vel á móti öllum.
Við þökkum kærlega fyrir styrkinn og þökkum sjálfboðaliðunum okkar fyrir þeirra ómetanlega starf sem heldur uppi svona líka öflugu starfi.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.