Almennar fréttir
Vinaverkefnin fá styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu
19. apríl 2022
Vinaverkefni Rauða krossins og verkefnið Aðstoð eftir afplánun tók við veglegum styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinum á föstudaginn. Styrkurinn mun nýtast vel í okkar starfi.
Vinaverkefni Rauða krossins snúast um að koma í veg fyrir félagslega einangrun og hlutverk sjálfboðaliða er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.
Styrkveitingin fór fram á Hilton hótelinu og Guðmundur Ingi félags- og vinnumarkaðsráðherra sá um athöfnina og tók vel á móti öllum.
Við þökkum kærlega fyrir styrkinn og þökkum sjálfboðaliðunum okkar fyrir þeirra ómetanlega starf sem heldur uppi svona líka öflugu starfi.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.