Almennar fréttir
Vissir þú að hver Íslendingur losar sig við 20 kg af fötum og skóm að meðaltali á ári?
11. október 2021
Það er samtals um7600 tonn á ári.
\r\nFatasöfnun Rauða krossins hefur glímt við margvíslegar áskoranir allt frá upphafi heimsfaraldursins Covid 19, en mikið hefur safnast í fatagáma okkar þar sem margir hafa nýtt tímann heima til þess að taka til í skápunum. Við erum sannarlega þakklát fyrir allan þann stuðning, því fataverkefni Rauða krossins er ein mikilvægasta fjáröflun félagsins.
Fatasöfnun Rauða krossins hefur glímt við margvíslegar áskoranir allt frá upphafi heimsfaraldursins Covid 19, en mikið hefur safnast í fatagáma okkar þar sem margir hafa nýtt tímann heima til þess að taka til í skápunum. Við erum sannarlega þakklát fyrir allan þann stuðning, því fataverkefni Rauða krossins er ein mikilvægasta fjáröflun félagsins.
Við reynum að nýta eins mikið og unnt er hér innanlands, því hér heima sköpum við mestu verðmætin. Með aukinni vitundarvakningu hefur skapast áhugi á endurnýtingu meðal almennings og höfum við reynt að beisla þann áhuga.
Fatasöfnun Rauða krossins er í samstarf við Listaháskóla Íslands þar sem nemendur í fatahönnun taka þátt í flokkunarferlinu og fá innsýn í neysluhegðun Íslendinga.
Þau sjá hvernig líftími skynditísku er styttri en vandaðri flíka sem endast margfalt lengur og er markmið verkefnisins að hanna og skapa nýjar flíkur úr ósöluhæfum fatnaði. Verkefnið hefur haft langvarandi áhrif á upprennandi hönnuði sem sjá möguleikana í endurnýtingu.
Fatasöfnun Rauða krossins hefur safnað og selt ósöluhæfan fatnað og textíl sem hráefni fyrir listafólk og hönnuði, á borð við Ýrúrarí.
Nýlega hættu Rauðakrossbúðirnar að kaupa inn bréfpoka og fórum að nýta það gífurlega magn sem okkur berst af fjölnota pokum og hefur það reynst vel enda er orðin lenska hjá flestum að koma með sinn eigin innkaupapoka.
Um næstu helgi verður RISA kíló markaður í Skútuvogi 1 þar sem fatasöfnun Rauða krossins er til húsa.
Þessi markaður hefur verið gífurlega vinsæll, sérstaklega meðal unga fólksins sem eru okkar traustustu viðskiptavinir og vel meðvituð um áhrif skynditísku og ofneyslu á umhverfið. Á kílómarkaðnum eru föt, skór og aukahlutir sem hafa verið gróflega flokkuð.
Þar gefst tækifæri til að næla sér í gersemar sem þurfa mögulega smá ást og umhyggju.
Fataverkefni Rauða krossins stólar á vinnuframlag sjálfboðaliða og samfélagsþjóna. Allt frá upphafi heimsfaraldursins hefur verulega fækkað í þeim hópi því miður sem hefur haft mikil áhrif á verkefnið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á að veita Rauða krossinum lið er hægt að gerast sjálfboðaliði t.d í einum af fjórum verslunum sem eru á höfuðborgarsvæðinu:
Laugavegur 12, Laugavegur 116, Kringlan og Mjódd.
Þegar þú kaupir vörur hjá Rauða krossinum öðlast þær endurnýtt líf, þú stuðlar að umhverfisvernd, pyngjan verður þyngri og allur ágóði rennur beint í mannúðarmál.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.